Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 94

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 94
89 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 tilbúið til að ráða arkitektinn fyrirfram, en fulltrúar arkitektafélagsins tóku þátt í ferlinu og svo var alútboð. Arkitektar sem urðu hlutskarpastir í alútboðinu áttuðu sig greinilega ekki alveg á niðurstöðum undirbúningshópsins þannig að við fengum ekki nákvæmlega þá byggingu sem beðið var um. Þeir áttuðu sig t.d. ekki á óskinni um að hafa stórt miðjurými í skólanum, svipað og í Ingunnarskóla, en létu langan gang skera í sundur vinnusvæðin og salinn. Hvernig brást hópurinn við, þeir sem voru búnir að taka þátt í ferlinu? Það voru auðvitað ekki allir ánægðir, en þar sem um var að ræða alútboð var mjög erfitt að breyta, svo nokkru næmi. Arkitektafélagið leggur áherslu á að það séu samkeppnir um opinberar byggingar og tók því fremur illa að ráðinn var erlendur arkitekt til að hanna Ingunnarskóla. Ég hélt að þegar Ingunnarskóli væri risinn myndi allt breytast. Hann var reyndar ekki alveg risinn þegar Korpuskóli var hannaður. Það eru enn að rísa nýjar skólabyggingar sem eru í raun hannaðar eftir sömu prinsippum og Miðbæjarskólinn, sem er 100 ára gömul bygging. Þetta ferli Ingunnarskóla hefur líka haft áhrif á umræðuna um þátttöku allra mögulegra í mótun skólastarfs. Já, þarna voru margir aðilar saman komnir, ekki bara skólafólk. Mér finnst svo mikilvægt að notendur þjónustunnar komi að því að móta stefnuna, eins og ég hef áður sagt, og hef alltaf lagt mjög mikið upp úr því að hafa t.d. foreldra með. Þetta eru sambærileg vinnubrögð og nú er farið að viðhafa við undirbúning skipulags og nefnt hefur verið íbúaþing. Það voru haldin mörg íbúaþingin á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur! Ingunnarskóli var hannaður utan um það sem við köllum nú einstaklingsmiðað nám. Já, það var einróma niðurstaða starfshópsins. Þróun í átt til einstaklingsmiðað náms er á miklu skriði í Reykjavík og mjög margt verið að gera í skólunum á ýmsum sviðum í þeim efnum. En þetta er langtíma verkefni sem unnið er á forsendum hvers skóla fyrir sig. Þróunin er á mjög viðkvæmu stigi núna, það sem búið er að byggja upp úti í skólunum gæti vel hrunið. Þróunarstarf gengur oft til baka ef ekki er haldið utan um það og mikill stuðningur er frá yfirstjórn. Ef þróunarstarfi er ekki fylgt eftir af festu, getur þróunin hæglega fjarað út. ALÞJÓÐLEG PRÓF Hvernig finnst þér þátttaka Íslands í alþjóð- legum rannsóknum hafa nýst, t.d. TIMSS og PISA? Nýtast þær í starfi fræðslustjóra? Já, þær eru mjög mikilvægar og alþjóðlegt samstarf almennt. Það gefur mikið, opnar nýjar víddir. Gagnaöflun eins og PISA og TIMSS skiptir okkur miklu máli og við eigum að notfæra okkur þetta samstarf. Ég vona bara að Námsmatsstofnun fái tækifæri til þess að vinna meira úr þessum gögnum, en það sem hefur verið unnið er mjög mikilvægt. Í þessum rannsóknum eru spurningar lagðar fyrir stjórnendur, ekki aðeins nemendur. Sá samanburður milli landa er mjög gagnlegur. Einnig finnst mér jákvætt að prófin eru almenn og ekki bundin við ákveðið námsefni, eins og t.d. samræmdu prófin hjá okkur hér á landi hafa verið. Þessi próf kanna getu og þjálfun nemenda almennt til að bjarga sér í lífinu, ef svo má segja. En hafa þessar rannsóknir hagnýtt gildi? Er kannski meiri úrvinnslu þörf svo niðurstöðurnar verði hagnýtar? Þær geta að sjálfsögðu haft mikið hagnýtt gildi. Ég get nefnt sem dæmi að mér hefur oft þótt gagnlegt að vitna í það sem kom fram í PISA, að breytileikinn innan skólanna hjá okkur hér á landi er miklu meiri en á milli þeirra. Þetta er mjög sérstakt fyrir Ísland og á reyndar við um hin Norðurlöndin líka. Þessi lönd eru ólík öðrum löndum hvað þetta varðar. Við hefðum ekki vitað þetta nema vegna PISA. Það var mjög mikilvægt að fá þessar niðurstöður og við getum nýtt þær við stefnumörkun um þróun skólakerfis okkar. Viðtal við Gerði G. Óskarsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.