Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Síða 63

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Síða 63
63Tengsl námsárangurs við viðhorf nemenda og foreldra Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 konar uppeldishætti. Cripps og Zyromki (2009) komust að sambærilegri niðurstöðu og sigrún, en þau gerðu samantekt á fjölda rannsókna á áhrifum foreldra á börn og unglinga. uppeldis - hættir virðast því hafa mikið að segja um líðan og sjálfsmynd nemenda, trú þeirra á eigin getu og námsárangur. Turner, Chandler og Heffer (2009) taka í svipaðan streng og benda á jákvæð áhrif leiðandi uppeldis fyrir námsárangur í háskóla. af framansögðu er ljóst að það eru aðallega leiðandi og skipandi foreldrar sem gera kröfur til barna sinna um góða frammistöðu í námi. samkvæmt klassískri rannsókn rosen D‘andra - des (1959) virðist þó vera mismunandi, eftir því hvort foreldrarnir eru leiðandi eða ekki, hvernig þessar kröfur eru settar fram og til hvers er höfðað. Þátttakendur í rannsókninni voru feður og synir þeirra. Þeir feður sem voru leiðandi höfðu raunhæfari væntingar til sona sinna og tóku í ríkari mæli mið af getu þeirra en skipandi feður gerðu. einnig voru synir þeirra fyrrnefndu látnir bera meiri ábyrgð. síðast en ekki síst mældist metnaður í námi (e. achievement motivation) þeirra drengja sem áttu leiðandi föður mun sterkari en hjá hinum. á síðari árum hefur verið mikið rætt um að skólinn höfði frekar til stúlkna en drengja (sax, 2007). ein vísbending í þá átt er vaxandi agavandamál, sérstaklega hjá drengjum. Önnur slík vísbending er lakari námsárangur drengja en stúlkna, og virðist munurinn fara vaxandi. í Pisa-skýrslunni Northern Lights on Pisa 2003 (mejding og roe, 2006) er gerður samanburður bæði milli kynja og norðurlanda á sviði stærð - fræði-, vísinda- og textalæsis. meðal íslensku nemendanna er munurinn afar skýr á öllum sviðum læsis stúlkunum í hag. niðurstöðurnar hér á landi skera sig úr hvað þennan kynjamun áhrærir, því á hinum norðurlöndunum koma strákarnir betur út bæði í stærðfræði- og vís - inda læsi (að Finnlandi undanskildu í vísinda - læsi). einnig er kynjamunurinn hér á landi að þessu leyti frábrugðinn því sem gerist meðal OeCD-ríkjanna í heild sinni. samræmd próf eru jafnan lögð fyrir í grunnskólum hjá nemendum í 4., 7. og 10. bekk. niðurstöður úr þessum prófum gefa vís - bendingar um afrakstur skólastarfsins í hverjum skóla ár hvert. samanburður einkunna á sam - ræmd um prófum við þætti eins og félagslegan bakgrunn nemenda, kyn, áhuga þeirra og viðhorf og félagslegar aðstæður þeirra í skóla eru því áhugaverðar. í þessari grein er, eins og áður segir, megin - viðfangsefnið að kanna tengsl námsárangurs nemenda í grunnskólum við fjölda félagslegra þátta eins og t.d. viðhorf nemenda og foreldra til náms og skólastarfs og hegðun foreldra. könnuð eru tengsl árangurs á samræmdum prófum við fjölskyldugerð, menntun foreldra og viðhorf nemenda og foreldra. spurt var: • Hver eru tengsl námsárangurs við félags - legan bakgrunn nemenda, þ.e. menntun móður, og það hjá hverjum barnið býr? • Hver eru tengsl námsárangurs við stuðning foreldra við nám barna sinna og mat þeirra á upplifun barnanna af skólanum? • Hver eru tengsl námsárangurs við mat nemenda á eigin stöðu í námi og mat nem - enda á hegðun og viðhorfum foreldra sinna? • Hver eru tengsl námsárangurs við félagslega stöðu nemenda í skóla, þ.e. þátttöku nem - enda í félagslífi í skólanum og félagsleg tengsl þeirra við aðra nemendur? aðferð Þátttakendur: Haustið 2007 voru spurninga - listar lagðir fyrir nemendur og foreldra í 3., 6. og 9. bekk í átta grunnskólum til að kanna námsáhuga og námsumhverfi nemenda.2 Valdir voru heildstæðir skólar, þ.e. með 1.–10. bekk, sem höfðu starfað í að minnsta kosti tíu ár og mátti skoða sem fulltrúa skóla á ólíkum svæðum. skólar voru valdir með hentugleika - úrtaki. Tveir skólanna eru í reykjavík, tveir á höfuðborgarsvæðinu utan reykjavíkur, tveir í stærri kaupstöðum, einn í sjávarþorpi og einn í sveitahéraði. í 1. töflu eru upplýsingar um þátt - töku nemenda og foreldra, flokkaðar eftir bekkj - um. 2 gögnum var einnig safnað í 1. bekk en þau eru ekki til umfjöllunar í þessari grein. gögn frá nem endum í 9. bekk voru notuð í þáttagreiningu til að tryggja nægilegt magn gagna en annars ekki notuð. Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.