Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Qupperneq 72
72
Frá kynferðislegum afbrigðileika til kynferðislegs
margbreytileika
Hvar má finna vísi í átt til endurskoðunar á gagnkynhneigðarhyggj-
unni í kristnu samhengi? Einn slíkan má sjá hjá frelsunarguðfræðingn-
um53 Marcellu Althaus-Reid (1952–2009) en meginmarkmið svokallaðrar
ósæmilegrar (e. indecent) guðfræði hennar er einmitt að afhjúpa gagnkyn-
hneigðarhyggju hefðbundinnar kristinnar guðfræði.54 Samkvæmt Althaus-
Reid er veruleiki hinsegin fólks tabú, nokkuð sem aldrei hefur mátt ræða
opinskátt í kristnu samhengi.55 Hinsegin veruleikann tengir hún hugtak-
inu fátækt sem hún skilur eins og flestir frelsunarguðfræðingar, þ.e. sem
félagslega jaðarsetningu einstaklinga og hópa fremur en efnahagslega
stöðu eingöngu. Siðferðilegt og guðfræðilegt takmark guðfræði Althaus-
Reid er réttlæti til handa hinum fátæku, í þessu samhengi hinum kyn-
ferðislega kúguðu og útskúfuðu í heiminum, og þeir hópar sem guðfræði
hennar beinir einkum sjónum að í því sambandi er fólk sem selur kynlíf (e.
sex workers), transfólk og þriðja kynið (e. intersex people).
Althaus-Reid gerir fyrirvara við hvað sé eðlilegt og hvað óeðlilegt í sam-
hengi kynhneigðar. Allar hugmyndir um eðlilega og óeðlilega kynhneigð
þarf að endurskoða í ljósi félagslegrar mótunarhyggju, að hennar mati.
Það eitt nægir þó ekki, heldur þarf að taka siðferðilega afstöðu til mann-
réttinda hinsegin fólks og viðurkenna mannlega reisn þess með því að
virða rétt þess til öryggis, friðhelgi og sjálfræðis. Með „ósæmilegu“ orðfæri
um t.d. Guð, Krist og Maríu mey vekur hún athygli á bágri stöðu hinsegin
fólks og mannréttindabrotum gagnvart því víða um heim. Framsetningu
Althaus-Reid svipar mjög til orðfæris kynverundarréttindanna sem skýrð
voru hér að framan og ljóst að hún byggir á sömu siðferðilegu grundvall-
arreglum um skaðleysi og réttlæti í vörn sinni fyrir réttindum hinna rétt-
53 Algengt er að líta svo á að frelsunarguðfræðingar leggi áherslu á að boðskapur Jesú
hafi ekki einvörðungu varðað andlega velferð manneskjunnar í heiminum heldur
einnig samfélagslega velferð. Þannig sé réttlæti hinna fátæku og kúguðu meginmál
í boðskap Jesú sem tekið hafi sér stöðu með þeim sem voru jaðarsettir, útskúfaðir
og fordæmdir af hinum ráðandi í samfélaginu.
54 Marcella Althaus-Reid fæddist í Argentínu en varð árið 2006 fyrsta konan til að
hljóta fastráðningu sem prófessor við guðfræðideild Háskólans í Edinborg. Þekkt-
ust var hún fyrir guðfræði sína sem hún kallaði ósæmilega guðfræði, sbr. nafn
bókar hennar: Indecent Theology. Theological Perversions in Sex, Gender and Politics,
Abingdon, Oxon og New York: Routledge, 2000.
55 Marcella Althaus-Reid, The Queer God, London & New York: Routledge, 2003, bls.
114; From Feminist Theology to Indecent Theology, London: SCM Press, 2004, bls. 63.
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR