Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 115
115
Hugsunin og tungumálið ná ekki að halda í við hina innblásnu
reynslu, þess vegna hefur listamaðurinn frelsi til að tjá sig ekki
aðeins á almennu tungumáli (í hugtökum), heldur einnig á einka-
máli (skaparinn er einstaklingur) og á tungu sem hefur enga fast-
mótaða (stirðnaða) merkingu: yfirrökvísu tungumáli. Hið almenna
tungumál fjötrar, hið frjálsa leyfir mönnum að tjá sig óhindrað.41
Hið yfirrökvísa tungumál gefur færi á óheftri tjáningu „reynslunnar“ og
býr yfir innri krafti sem ekki verður bundinn í „orð (stirðnuð hugtök)“
eða það „kvalræði orðsins“ sem Krútsjonykh telur leiða til „gnóseólóg-
ískrar einsemdar“.42 Vísunin til „gnóseólógíu“, þekkingar af trúarlegum
toga sem maðurinn aflar sér með innsæi, dregur skýrt fram dulspekilega
vídd þess mállíkans sem Krútsjonykh varpar fram og er ætlað að opna
manninum leið út úr „búri“ hugtakanna. útópísk málspeki Krútsjonykhs
grundvallast á heimsmynd róttækrar tvíhyggju sem á rætur í dulspeki og
sýnir kúbó-fútúrismann sem verkefni er stefnir að dulrænni endurlausn.
Nærtækt virðist að líta á stefnumarkandi texta kúbó-fútúristanna sem
skýringarrit er sé fyrst og fremst ætlað að styðja við tilraunakennda ljóða-
gerð hreyfingarinnar. Þannig mætti lýsa yfirrökvísri ljóðagerð hópsins sem
róttækri útfærslu á dulrænni málspeki symbólismans, þar sem reynt sé að
knýja á um andlega endurlausn. Á slíkum forsendum mætti lýsa kúbó-fútúr-
ismanum sem trúarlega innblásnu verkefni þar sem skáldin dragi sig í hlé
frá samfélaginu og hverfi inn í launhelgar skáldskaparins – og þessi lýsing
virðist raunar ekki svo fjarstæðukennd ef litið er til lýsingar Majakovskijs
á Krútsjonykh sem „fútúrískum jesúíta orðsins“.43 Þessi túlkun reynist þó
fela í sér talsverða einföldun ef litið er til texta eins og „Orðið sem slíkt.
Um listaverk“, þar sem stefnumarkandi fullyrðingar og tilraunakennd
málsköpun fléttast saman á margslunginn hátt.
Til að unnt sé að lýsa virkni stefnumarkandi texta kúbó-fútúrismans
þarf að huga nánar að lykilhlutverki þeirra í fagurfræðilegu verkefni hreyf-
41 Aleksej Krútsjonykh [Алексей Крученых], „Декларация слова, как такового“,
Die Manifeste und Programmschriften der russischen Futuristen, bls. 63–64, hér bls.
63; Aleksej Krútsjonykh [A. Kručonych], „Deklaration des Wortes als solches“,
þýð. Peter Ludewig, Manifeste und Proklamationen der europäischen Avantgarde
(1909–1938), bls. 48–49, hér bls. 48.
42 Aleksej Krútsjonykh [Алексей Крученых], „Из „Взорваль““, bls. 61–62, hér bls.
61. Sjá Peter Urban, „Nachwort“, V. Khlebnikov, Werke, 2. bindi, bls. 565–618,
hér bls. 613–614.
43 Majakovskij, „Я сам“, bls. 21; Majakovskij, „Ich selber“, bls. 22.
AF GOðKYNNGI ORðSINS