Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 141

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 141
141 The King of Kings en það var við undirbúning hennar sem fyrst var komið á beinum samskiptum á milli MPPDA og samtaka bandarískra gyðinga. Varð þeim eitthvað ágengt og fengu þeir til að mynda samþykkt að ákveð- in atriði yrðu klippt út úr 1928-útgáfunni auk þess sem Hays-skrifstofan lofaði að dreifa myndinni ekki í löndum þar sem gyðingar sættu ofsóknum. En líkt og Felica Herman hefur bent á má greina af framleiðslusögu The King of Kings að „þrátt fyrir mikinn fjölda gyðinga í Hollywood, höfðu bandarískir gyðingar ekki yfir að ráða sömu ítökum í kvikmyndaiðnaðin- um og aðrar trúarstofnanir og þá sérstaklega bandarískir kaþólikkar“.13 The King of Kings er því afurð átaka ólíkra stofnana auk þess sem fram- leiðsla hennar átti eftir að móta samskipti þeirra og Hollywood um langt skeið. Þá ber að hafa í huga að viðleitni kvikmyndaiðnaðarins til að skapa sátt um framleiðslu sína var ekki tilkomin af auðmýkt í garð guðdóms- ins heldur fyrst og fremst von um bætt viðskiptaumhverfi með tilheyr- andi fjárhagslegum ávinningi. Það er því ákveðin írónía fólgin í því að bæði framleiðslufyrirtæki myndarinnar, DeMille Pictures Corporation, og dreifingaraðilinn, Pathé Exchange, lögðu upp laupana stuttu síðar og nutu aldrei góðs af stúdíókerfinu sem malaði kvikmyndaverunum gull fram á sjötta áratuginn. Cecil B. DeMille sjálfur átti þó eftir að setja mark sitt á stúdíóárin, og þá ekki síst með gerð fjölmargra epískra stórmynda í anda The King of Kings. Cecil B. DeMille og epíska stórmyndin Ef The King of Kings er brennd sögulegum og samfélagslegum uppruna sínum ber hún líka kennimark „skapara“ síns Cecils B. DeMille og kvik- myndagreinarinnar sem hann átti meiri þátt í að þróa en aðrir kvikmynda- gerðarmenn – epísku stórmyndarinnar (e. the epic). Hann leikstýrði sinni fyrstu mynd The Squaw Man (1914) á sama tíma og lengri myndir tóku að leysa þær styttri af hólmi, og það var kannski aðeins D. W. Griffith sem lék mikilvægara hlutverk í þeim umskiptum. DeMille átti stóran þátt í að móta Paramount-kvikmyndaverið á upphafsárum þess, og olli mynd hans The Cheat (1915) t.a.m. straumhvörfum í lýsingu og hafði víðtæk áhrif. Undir lok áratugarins nutu svo mikilla vinsælda léttúðugar gamanmyndir sem hann gerði um samskipti kynjanna, t.d. Don’t Change Your Husband 13 Felicia Herman, „‘The most dangerous anti-semitic photoplay in filmdom’: American Jews and The King of Kings (DeMille, 1927)“, The Velvet Light Trap, haust/2000, bls. 22. Að KVIKMYNDA GUðDÓMINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.