Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Qupperneq 174
174
á í miðbæ Reykjavíkur 101 hótel og lúxussnekkja og einkaþota hjónanna
báru heitið 101. Þá átti hún félagið 101 capital, en það var tekið til gjald-
þrotaskipta í janúar 2012. Jafnframt má benda á að Baltasar Kormákur
leikstýrði kvikmyndinni 101 Reykjavík (2000) eftir sögu Hallgríms, en
Baltasar er mágur Ingibjargar, eiginkonu Jóns Ásgeirs. 101-hugtakið sem
Hallgrímur átti þátt í að festa í sessi vísar þannig í margvíslegar áttir en þó
aðallega í lífsstíl, hönnun eða listræna sköpun ákveðins hóps í miðbænum,
sem og í lúxus og munað.
Guðmundur Magnússon hefur gert þessu tímabili ágæt skil í bók sinni
Nýja Ísland: listin að týna sjálfum sér, en hann heldur því fram að útrásarkyn-
slóðin hafi fjarlægst ýmis grunngildi þjóðarinnar eftir því sem nýfrjáls-
hyggjan festist í sessi.16 Í hrunbókunum sem tóku að birtast á árunum
2009 til 2011 eru það þó ekki síst útlendingarnir sem ná að fanga andann
í Reykjavík á góðæristímabilinu. Daniel Chartier lýsir tengslum útrásar-
víkinga við 101-stemninguna ágætlega í bók sinni The End of Iceland’s
Innocence. The Image of Iceland in the Foreign Media during the Crisis:
Lífsstíll útrásarvíkinganna var áberandi og íburðarmikill og hafði
sitt aðdráttarafl þrátt fyrir að Íslendingar væru ekki vanir slíku […].
Með honum lagðist stórmennskutálsýnin yfir Reykjavík þar sem
lúxusbyggingar voru reistar í skyndi eins og borgin væri miðstöð
heimsveldis. Lúxusskrifstofuturnar risu upp ásamt nýtísku íbúð-
um sem kostuðu nálægt milljón evrum. Nýtískuhótelið 101 Hótel
varð aðsetur útrásarvíkinganna (en 101 er póstnúmerið á miðbæ
Reykjavíkur).17
16 Guðmundur Magnússon, Nýja Ísland: listin að týna sjálfum sér, Reykjavík: Mál og
menning, 2008. Guðni Elísson fjallar um verk Guðmundar í löngu máli í grein
sinni „Staðleysan Ísland og mýtan um okkur sjálf“, TMM 70/2009 [4], bls. 10–25.
Þar gagnrýnir hann nokkuð þau skil sem Guðmundur telur að verði „á íslensku
samfélagi eftir að hugmyndafræði frjálshyggjunnar festist í sessi hér á landi og
viðmið hins ,frjálsa‘ markaðar verða allsráðandi“ (bls. 13). Guðni telur að íslensku
útrásina þurfi ekki að skoða sem fráhvarf frá borgaralegum jafnaðaranda. Hana
megi „allt eins sjá sem myrka birtingarmynd hugmyndarinnar, t.d. í þeirri hugmynd
að við stöndum stórþjóðunum fyllilega jafnfætis í flestum efnum“ (bls. 15). Stór
hluti greinar Guðna fjallar um þessar útbólgnu stórveldishugmyndir sem birtust
nánast á öllum sviðum íslenskrar umræðu, en hugmyndir Hallgríms um útrás ís-
lenskra listamanna tilheyra þeirri orðræðu.
17 Daniel Chartier, The End of Iceland’s Innocence: The Image of Iceland in the Foreign
Media during the Crisis, London/Reykjavík: Citizen Press, 2010, bls. 120. „The new
Vikings led an openly flashy lifestyle, which Icelanders were not accustomed to,
but which had its appeal. […] With it, delusions of grandeur swept over Reykjavík,
ALDA BJöRK VALDIMARSDÓTTIR OG GUðNI ELÍSSON