Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 191
191
Hallgrímur og dómur samtímans
Uppgjör við fortíðina er gamalkunnugt þema í verkum Hallgríms, en í
Höfundi Íslands og Konunni við 1000˚ tekst hann á við tvö af áhrifamestu
hugmyndakerfum tuttugustu aldar, kommúnismann og nasismann, og
lýsir persónulegri ábyrgð þeirra sem gengu þessum stefnum á hönd. Vandi
Einars J. Grímssonar er að hann gekk fyrir rangan kóng og stuðningur
hans við ógnarstjórn Stalíns dregur dilk á eftir sér:
Sagan hafði þá nýverið fellt sinn dóm: Stalín var staðfestur glæpa-
maður. Ég reyndi að gera hreint fyrir mínum dyrum. En óhreinind-
in urðu ekki þvegin burt. Ég reyndi að mála yfir þau með fallegum
orðum en það sá alltaf í gegnum þau. Ég var ekki dreginn fyrir
neinn dóm, en dómur sögunnar dró mig niður […]. Sannleikurinn
gerir yður frjálsa en lygin var mér þó betra skjól. Sá sem segir loks-
ins sannleikann segist þar með hafa logið.65
Að sama skapi þarf faðir söguhetjunnar í Konunni við 1000˚ að bera ábyrgð á
þeim mistökum sem hann gerði þegar hann gekk í nasistaflokkinn: „Hann
tók ekki villutrúna vegna þess að hann væri sammála sterkum skoðunum,
heldur af veikleika fyrir valdsins villuljósum. Hjalti og félagar voru snjall-
ir ímyndamenn og nasisminn þeirra, með öllum sínum „glæsileik“, hitti
pabba illa fyrir, sló hann alveg út af laginu. […]. Minning hans verður um
eilífð merkt þeim mistökum sem hann gerði þrítugur.“66
Tilgangurinn með þessum samanburði er að sjálfsögðu ekki sá að bera
skrif Hallgríms Helgasonar á árunum fyrir hrun saman við siðferðilega
ábyrgð söguhetja hans í frásögnunum tveimur. En sögurnar tvær sýna
glögglega hversu erfitt það getur verið fyrir einstaklinga að þvo af sér
dóma samtíðarinnar. Því verður heldur ekki neitað að í Höfundi Íslands gerir
Hallgrímur þær kröfur til rithöfunda að þeir axli ábyrgð á öllu því sem þeir
hafa skrifað og gert. Hann telur ekki hægt að ræða afrek Halldórs Laxness
á ritvellinum án þess að gera upp stuðning hans við heimskommúnismann.
Í bók öldu Bjarkar Valdimarsdóttur, Rithöfundi Íslands, er umræðan sem
spratt upp í kjölfar útgáfu bókar Hallgríms greind sem menningarpólitísk
valdabarátta vinstri og hægri aflanna á Íslandi, en atlagan að Hallgrími
undanfarin ár minnir um margt á þær leiðir sem farnar voru við að grafa
65 Hallgrímur Helgason, Höfundur Íslands, bls. 353.
66 Hallgrímur Helgason, Konan við 1000˚, Reykjavík: JPV útgáfa, 2011, bls. 88–89.
„OG EFTIR SITJUM VIð MEð SEKTARKENND Í BRJÓSTI“