Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 5
5
AF MINNI OG GLEYMSKU
losta og veldur trámatískum einkennum, sem eru uppistaðan í rannsókn-
um og kenningum Sigmunds Freud.6
Það er því í lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20., þegar afleiðingar
nútímavæðingar fara verulega að gera vart við sig, að minni og gleymska
verða að fræðiefni. Ekki líta þó allir á minnið sem einstaklingsbundið eða
sjúkdóm, því á sama tíma er vaxandi áhugi á sameiginlegu minni, en það
hugtak var þróað af Maurice Halbwachs. Í greinasafni sem gefið var út
eftir lát hans, La mémoire collective (1950; Sameiginlegt minni), setti hann
fram þá kenningu að samhliða einstaklingsminninu sé til hópminni og
að einstaklingsminnið geti jafnvel ekki verið til án hópminnis og mótist
af því; minnið sé í eðli sínu félagslegt fyrirbæri.7 Kenningar Halbwachs
hafa síðan verið endurtúlkaðar á margan hátt, en þær lögðu engu að síður
grunninn að sagn- og félagsfræðilegri nálgun í minnisfræðum sem hefur
haldið sig fjarri sálfræðikenningum Freuds.
Halbwachs dó í Buchenwald, en í kjölfar helfararinnar verða einmitt
önnur tímamót í sögu minnisfræða. Þær hörmungar sem áttu sér stað ollu
rofi í minnisvitund og efasemdum um möguleika og siðferði tjáningu þess-
ara minninga. Sérstakt eðli trámatískra minninga, sem veldur m.a. minnis-
rofi og minnisofsóknum, verður í brennidepli. Vitnisburður fer að gegna
mikil vægu hlutverki og ný hugtök eins og „afkomendaminni“ (e. post-
memory) verða til, en þar er átt við minningar þeirra sem lifa af hörmulega
atburði (e. survivors) sem ganga í arf í gegnum kynslóðir; þannig geta t.d.
börn og jafnvel barnabörn þeirra sem upplifðu helförina orðið fyrir áhrif-
um þessara trámatísku minninga.8
Eftir stríðsátök 20. aldarinnar höfum við hvarvetna séð ákall til minn-
isins – það sem Frakkar kalla devoir de mémoir, eða skylduna til að muna.
Seinni heimsstyrjöld hrinti einnig af stað nýrri stefnu í minnisfræði félags-
vísinda, enda hafa minningar um hana haft mótandi áhrif á stjórnmál og
menningu vestrænu landa. Þegar fór að líða að lokum kalda stríðsins voru
þessar minningar (og gleymska) og þær þjóðarsjálfsímyndir sem byggðust
6 Sjá t.d. Walter Benjamin, „Um mynd Prousts“, þýð. Benedikt Hjartarson og „Um
nokkur minni í verkum Baudelaires“, þýð. Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Fag-
urfræði og miðlun: Úrval greina og bókakafla, ritstj. Ástráður Eysteinsson, Reykjavík:
Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2008, bls. 45–62 og 107–152.
7 Maurice Halbwachs, On Collective Memory, þýð. Francis J. Ditter og Vida Yazdi
Ditter, New York: Harper and Row, 1980.
8 Sjá nánari umfjöllun um ‚post-memory‘ í Gunnþórunn Guðmundsdóttir, „Blekking
og minni: Binjamin Wilkomirski og helfararfrásagnir“, Ritið 3/2006, bls. 39–51.