Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 7
7
AF MINNI OG GLEYMSKU
og skáldið Hélène Cixous og bendir á mikilvægi þess að gera fólki kleift að
bera fortíðinni og minningum sínum vitni.
Oft hefur verið rætt um mikilvægi bókmennta í þjóðarminni Íslendinga
og Jón Karl Helgason ræðir í sinni grein hvernig skáld öðlast ódauðleika,
verða þjóðskáld, verða hluti af menningarlegu minni þjóðfélagsins. Þá
er ekki síst mikilvægt að átta sig á og skilgreina hverjir og hvers konar
öfl það eru sem móta slíkt minni hjá þjóðinni. Kristín Loftsdóttir skoðar
einnig minni bókmenntaþjóðar, en í tengslum við kynþáttahyggju. Eins og
hefur þegar komið fram er minni nátengt sjálfsmynd. Í grein sinni býður
Kristín upp á gagnrýna endurskoðun á þeirri umræðu sem átti sér stað á
Íslandi í kringum endurútgáfu Negrastrákanna árið 2007, í ljósi kenninga
um félagslegt minni í samhengi kynþáttahyggju og nýlenduverkefnisins,
og tengsla þess við þjóðernislega sjálfsmynd Íslendinga og hugmyndir um
sögu og fortíð.
Með tilkomu ritmenningar gjörbreytist virkni minnisins. Í bók sinni
Memory bendir Anne Whitehead á að alveg frá upphafi hafa minni og
upprifjun verið tengd ritun, en ritun var lengi fyrst og fremst skoðuð sem
minnistækni og jafnvel sem hluti af minnisferlinu.12 Líkan Platons af minn-
inu sem vaxtöflu endurómar því fram á okkar öld. Mikilvægi ritmenningar
í varðveislu minnisins er augljóst og minningar frá miðöldum eru okkur
aðeins aðgengilegar í gegnum ritaðar heimildir. Í grein sinni kannar Úlfar
Bragason hvort minnisfræði geti fært okkur meiri vitneskju um munnlega
geymd á miðöldum með því að skoða varðveislu Arons sögu, hvernig hún
gæti hafa orðið til, í hvaða samhengi og hver markmið hennar hafi verið,
ásamt því samspili minninga, frásagnarforms og sagnaritunar sem liggja
þar að baki. Sverrir Jakobsson fjallar um hvernig söguvitund fólks mótast
af sameiginlegu minni og spyr í því samhengi til hvers konar sameiginlegr-
ar fortíðar ritarar veraldarsagna á miðöldum hafi vísað, hvaða hópi þeir
töldu sig tilheyra. Sverrir fjallar um Hauksbók og handritið AM 226 fol. til
að varpa ljósi á þessa þætti.
Í grein utan þema segir Eyja Margrét Brynjarsdóttir frá margvíslegum
hugmyndum sem fram hafa komið til skýringar á fæð kvenna í hópi heim-
spekinga. Eyja leggur í grein sinni til að í þessu sambandi skipti samlegðar-
áhrif fjölmargra þátta máli.
Orðræða um minni og gleymsku er gríðarlega mikilvæg og minnisfræði
eru öflugt greiningartæki sem lætur sér fátt óviðkomandi eins og við vonum
12 Anne Whitehead, Memory, London og New York: Routledge, 2009, bls. 40