Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 14
14
það sem greinir sig frá hversdeginum. Þannig líkamnast hið menningar-
lega minni í textum, helgisiðum, myndum, dönsum o.s.frv.
Móthverfa samskiptaminnis og menningarlegs minnis samsvarar þann-
ig andhverfu hversdagsins og veislunnar. Ólíkt samskiptaminninu er hlut-
deildin í menningarlegu minni reglubundin. Endurminningin er ávallt í
höndum afmarkaðs hóps, en honum tilheyra skáld, sagnaritarar, listamenn,
menntamenn, seiðmenn og aðrir „umboðsmenn þekkingarinnar“. „Ein
hlið þeirrar þekkingar sem stendur utan við hversdaginn og er varðveitt
í menningarlegu minni er sú, að sérhæfðir handhafar hennar eru hafnir
yfir hversdaginn og leystir undan skyldum við hann.“15 Í samfélögum án
ritmáls eru þessir sérfræðingar sjálfir handhafar minnisins, því þeirra er að
muna, að varðveita minninguna í sínu eigin minni. Í grundvallaratriðum
felur samfélagið hópi útvalinna, sem það telur búa yfir tilhlýðilegri þekk-
ingu, að annast hið menningarlega minni og miðla því.
Annar markverður munur felst í því að menningarlegt minni er bundið
í form. Það tekur á sig hlutgervi. Á meðan samskiptaminnið smýgur inn
í einstaklinginn, eins og Assmann lýsir á myndrænan hátt, er menningar-
lega minnið bundið afurðum mannlegrar hugsunar. Hér má greina viss-
an skyldleika við ritmál, en vitaskuld getur menningarlega minnið einnig
tekið á sig fast form með öðrum hætti. Augljósustu dæmin eru minnis-
merki og minnisvarðar.
Að mati Jans Assmann þarf að meta í hverju tilviki fyrir sig, hvort líta
beri á menningarlegt minni og samskiptaminni sem sitt hvorn endann á
einum og sama kvarðanum eða í meginatriðum sem tvö samhliða kerfi (líkt
og í sambandi bókmáls og hversdagsmáls). Í því samhengi sem hér er til
umræðu geng ég út frá síðarnefnda líkaninu, enda getur líkingin við bók-
mál og hversdagsmál reynst afar gagnleg. Ástæðan er ekki síst sú að þetta
líkan gerir ráð fyrir innbyrðis tengslum þeirra kerfa sem eru til umræðu.
Vinnsluminni og geymsluminni
Við ættum ekki að sjá menningarlega minnið fyrir okkur sem óbreytanlega
stærð er aðeins þarf að varðveita og vernda eftir að það hefur myndast.
Kerfið er þvert á móti síbreytilegt. Með hliðsjón af minni einstaklings-
ins hefur Aleida Assmann lýst sviði menningarlega minnisins sem tví-
15 „Der Außeralltäglichkeit des Sinns, der im kulturellen Gedächtnis bewahrt wird,
korrespondiert eine gewisse Alltagsenthobenheit und Alltagsentpflichtung seiner
spezialisierten Träger.“ Sama rit, bls. 54.
MaRion LeRneR