Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 15
15
þættri formgerð vinnsluminnis (þ. Funktionsgedächtnis) og geymsluminnis
(þ. Speichergedächtnis), sem mér virðist einkar gagnlegt.16 Aðgreiningin
í vinnsluminni og geymsluminni gagnast þó að hennar mati aðeins í til-
vikum menningarheima sem búa yfir ritmáli.17 Ástæðan er sú að í munn-
legri menningu eru möguleikar endurminningarinnar háðir minni ein-
staklingsins. Vissulega er hægt að auka minnisgetu einstaklingsins til muna
með minnistækni og efnislegum stoðum eins og t.a.m. dansi, hrynjandi
eða líkamsmálningu, en engu að síður hefur munnleg menning of lítið
„geymslurými“ til að vista hluti sem ekki eru mikilvægir fyrir sjálfsmynd
eða afkomu hópsins. Með ritmálinu verður aftur á móti til hinn fullkomni
miðill til að vista eitt og annað utan líkamans, ekki síst þar sem hann býr
yfir gríðarlegri geymslugetu:
Styrkur ritmálsins felst í kóðun og vistun upplýsinga utan við hand-
hafana sem eru á lífi, sem gerir endurnýjun með félagslegum svið-
setningum óþarfa. Vandi ritmálsins felst í hneigðinni til þrotlausrar
upplýsingasöfnunar. Vistunarmiðlar sem liggja utan við líkama og
minni mannsins sprengja sjóndeildarhring líkamsbundinnar og lif-
andi endurminningar og skapa skilyrði fyrir menningarlegar skjala-
hirslur, óhlutbundna þekkingu og gleymda arfleifð.18
Þetta gerir kleift að setja í nokkurs konar geymslu mikið magn ónothæfra
upplýsinga og þekkingar sem gagnast ekki tímabundið. Þessa „geymslu“
skilgreinir Aleida Assmann sem hluta hins menningarlega minnis og kall-
ar geymsluminni. Þar er allt það vistað sem orðið er úrelt og framandi,
en einnig hlutlaus fagþekking sem ekki er tengd sjálfsmyndinni og loks
„forðabúr glataðra tækifæra, annarra valkosta og ónýttra möguleika“.19
Geymsluminnið má sjá fyrir sér sem eins konar skjalahirslu þar sem þekk-
16 Aleida Assmann, Erinnerungsräume: Formen und Wandlungen des kulturellen Gedächt-
nisses, München: C. H. Beck, 1998.
17 Sama rit, bls. 137.
18 „Das Potential der Schrift besteht in der Kodierung und Speicherung von Infor-
mationen jenseits lebendiger Träger und unabhängig von der Aktualisierung in
kollektiven Inszenierungen. Das Problem der Schrift besteht in der tendenziell
unbeschränkten Akkumulation von Informationen. Durch körperexterne und
vom menschlichen Gedächtnis unabhängige Speichermedien wird der Horizont
verkörperter, lebendiger Erinnerung gesprengt und die Bedingung für kulturelle
Archive, für abstraktes Wissen und vergessene Überlieferung geschaffen.“ Sami
staður, skáletrun höfundar.
19 Sami staður.
STAðIR OG MENNINGARLEGT MINNI