Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 19
19
þeim miðlað áfram, sem varð til þess að Pálmi gat síðar veitt þeim athygli.
Gera þarf ráð fyrir að þær hefðu í síðasta lagi horfið úr minninu með
aldamótakynslóðinni, því þá hefði tímaramminn sem samskiptaminninu
er settur verið úti. Þegar höfundurinn tók viðtöl sín við heimildarmenn-
ina voru þeir sumir orðnir aldraðir, en hann var sjálfur á miðjum aldri.
Í vissum tilvikum þurfti hann að styðjast við frásagnir eftirlifenda eða
muna sjálfur sögur sem hann hafði heyrt löngu fyrr. Með því að færa lýs-
ingarnar í letur gerði hann tilfærslu þeirra úr hverfulu samskiptaminninu
yfir í hið endingarbetra menningarlega minni mögulega og raunin varð sú
að þær voru stöðugt endurútgefnar, rötuðu inn í nýjar lýsingar og runnu
jafnvel aftur inn í munnlega geymd. Forsenda þessa var túlkun sem varð
sjálfsmynd þjóðarinnar stoð við þær sögulegu aðstæður sem áður er lýst.
Sögurnar gegndu mikilvægu hlutverki fyrir sjálfsskilning hópsins, í þessu
tilviki þjóðarinnar, en ella hefðu menn varla sýnt þeim jafn mikinn áhuga
og raunin var. Þetta hlutverk hefur nú færst úr stað fyrir löngu og sögurnar
öðlast nýja merkingu í samhengi nútímaferðamennsku, sem ekki verður
fjallað um nánar hér.
Fram hefur komið að Pálmi kvartar í nokkrum textum sínum yfir skorti
á vörðum eða einhvers konar minnismerkjum á stöðum þar sem óhöpp
höfðu orðið. Í rauninni reisti hann hetjum sínum minnisvarða með orðum.
Þegar þessar tvær birtingarmyndir endurminningar, vörður og ferðalýs-
ingar, eru nefndar í sömu andránni, vaknar sú spurning í hverju mismunur
þeirra sé fólginn. Eru miðlarnir sambærilegir úr því markmið þeirra er hið
sama, þ.e. að viðhalda minningunni til frambúðar? Og hvernig tengjast
þessir miðlar hinu menningarlega minni?
Vörður og minning
Í rannsóknum sínum á upphafsskeiði Alpaferða hefur þjóðfræðingurinn og
listsagnfræðingurinn Martin Scharfe sett fram athyglisverðar hugmyndir
um menningarleg hlutgervi á borð við krossa og gestabækur á fjallstindum,
gestabækur í fjallakofum o.fl., en jafnframt grjótvörður (þær vörður sem
kallast „steinmenn“ eða „grjótmenn“ á þýsku, Steinmänner, Steinmännchen,
Steinmandl).25 Scharfe telur að rekja megi hleðslu varðanna til alþýðu-
menningar til fjalla og þær hafi upphaflega gegnt hagnýtu hlutverki, svo
25 Martin Scharfe, Berg-Sucht. Eine Kulturgeschichte des frühen Alpinismus 1750–1850,
Vín, Köln, Weimar: Böhlau, 2007.
STAðIR OG MENNINGARLEGT MINNI