Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 21
21
Hallgrímsson tilgreinir dæmi í Hrafnkelssögu, en Einarsvarðan sem þar
er lýst var reist sem eyktamark.31 Slíkar eyktavörður þjónuðu ekki aðeins
þeim tilgangi að átta sig á staðháttum, heldur einnig tíma. Ekki ósvipaðar
þeim voru miðavörður, sem voru hlaðnar og sáust langt að þegar siglt var
frá hafi.
Á fyrri hluta 19. aldar stofnaði Bjarni Thorarensen Fjallvegafélagið
og lagði sig eftir að reisa vörður við hálendisvegi sem voru við það að
falla í gleymsku.32 Þetta verkefni var einnig af hagnýtum toga, því mark-
mið Bjarna var að bæta samgöngur á landinu og auka öryggi ferðalanga.
Framhald þessa má sjá í vinnu vegagerðarmanna og landmælingamanna á
20. öld, en margar af vörðum þeirra standa enn. Frá árinu 1952 hefur gefið
að líta grjótvörðu í merki Ferðafélags Íslands, en það var stofnað árið 1927
og hafði m.a. það markmið að greiða fyrir ferðum um óbyggðir og auka
vinsældir ferðalaga innanlands. Drögin að merkinu teiknaði Guðmundur
Einarsson frá Miðdal.33
Öllu léttvægari er bakgrunnur varða eins og þeirrar sem skólapiltar
reistu á Skólavörðuholti undir lok 18. aldar, en hrundi síðan og var endur-
byggð í ólíkum gerðum. Á 19. öld þjónaði hún sem viðkomustaður og
útsýnisturn fyrir ferðamenn en hann var rifinn árið 1931.34 Dæmigerðar
íslenskar „beinakerlingar“ voru aftur á móti hefðbundnir vegvísar og skap-
aðist snemma sú hefð að skilja eftir hjá þeim fréttir, oft jafnvel – og þá
ósjaldan tvíræð – kvæði.35 Nú til dags laða þær að sér ferðamenn og því
miður spretta vörður upp eins og gorkúlur á hverju sumri hvarvetna þar
sem fjöldi ferðamanna á leið um.
Greinilega andstæðu við þennan leik með grjótvörðuna má sjá í hefð-
inni sem áður var nefnd í tengslum við skrif Pálma Hannessonar, þar
sem fremur er litið á hana sem minnisvarða. Sem dæmi má hér nefna
Knebelsvörðu sem var reist til minningar um þýska jarðfræðinginn Walter
Knebel, en hann lét lífið við Öskjuvatn ásamt málaranum Max Rudloff
31 Helgi Hallgrímsson, „Ádrepa um vörður og vörðuhleðslu á Héraði“, Glettingur
21(3)/2011, bls. 28–35.
32 Páll Sigurðsson, Fjallvegafélagið: Ágrip af sögu þess, Reykjavík: Ferðafélag Íslands,
1994. Einnig: „Fjallvegafélagið 1831–1931“, Árbók Ferðafélags Íslands, 1931, bls.
47–48.
33 Sjá kápubak Árbókar Ferðafélagsins 1953 sem og skýrslu stjórnar í sömu bók: Árbók
Ferðafélags Íslands, 1953, bls. 121.
34 Sjá Árni Óla, „Skólavarðan“, Lesbók Morgunblaðsins 26. maí 1979, bls. 4.
35 Jón Þorláksson, „Beinakerlingar“, Blanda, 2. bindi, 1921–1923, 4.–6. hefti, 1923,
bls. 206–420.
STAðIR OG MENNINGARLEGT MINNI