Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 24
24
legan og hagnýtan hátt. Ein lýsingin er komin frá Gísla Gestssyni og ber
heitið „Auðn og vin“.39 Þar segir frá tjaldferðalagi höfundar og eiginkonu
hans um Þjórsárdal, en þegar hjónin snúa aftur í tjald sitt eitt kvöldið eftir
langan og viðburðaríkan dag á göngu í umhverfi Þjórsár, minnist höfund-
urinn löngu liðins atburðar: „Austan við Tröllkonugróf er langur, svartur
moldarbakki. Fyrir nokkrum áratugum fannst þar maður, uppgefinn og
örmagna. Hann hafði lagzt þar fyrir til þess að deyja.“40 Sá sem hér um
ræðir er Kristinn Jónsson, en Pálmi Hannesson hafði lýst hrakningum
hans í útvarpserindi árið 1933 og gefið út síðar. Gísli greinir frá atburðum
í knöppu máli og tengir þá loks sinni eigin reynslu:
Hann var búinn að þjást meira en hægt er án þess að brotna, búinn
að þola meiri raun en einn maður hefur krafta til. Og þó að hann
fyndist af tilviljun, væri fluttur til byggða og lífgaður við, var hann
ekki sami maður, þegar hann loksins kom aftur til Eyjafjarðar. Hann
hafði orðið úti við moldarbakkann austan undir Búrfelli, Þjórsá
hafði þrumað yfir honum líksönginn, og það er talið reimt á staðn-
um. Við leiddumst í rökkrinu fram hjá bakkanum heim í tjaldið og
lögðumst til svefns. Og enn þrumaði áin sama volduga sönginn yfir
okkur, tveim sofandi verum í litlu tjaldi við lágan, mosavaxinn klett.
Og ferðalangurinn þreytti skipti sér ekki af okkur. Situr hann máske
enn við bakkann lága, starir döprum augum í húmið og hlustar?41
Hér setur ný kynslóð sér fyrir sjónir þá atburði sem hún þekkir af frásögn
og hún gerir það einmitt á staðnum þar sem þeir urðu, en með allt öðrum
formerkjum. Ungu farfuglarnir lögðu sig mjög eftir því að leita uppi stað-
ina sem þeir þekktu af sögum. Annað dæmi um þetta má finna í texta
eftir Berg Vigfússon, einn af stofnendum Farfuglahreyfingarinnar, þar sem
hann segir frá ferðalagi sínu og vina sinna á Kjöl yfir jólahátíðina 1939.42
Hann rifjar m.a. upp lýsingar á afdrifum Reynistaðarbræðra og sagnir um
Fjalla-Eyvind og dvöl hans á hálendinu: „Að heyra þessar sögur í hríð inni
í óbyggðum er sama og að heyra þær í fyrsta skipti. Um kofann okkar blæs
sami vindurinn sem kveður náhljóð yfir beinunum er liggja skínandi hvít
undir Beinöldu, þar sem döpur örlög bjuggu bræðrunum frá Reynistað
39 Gísli Gestsson, „Auðn og vin“, Árbók Ferðafélags Íslands, 1943, bls. 7–20.
40 Sama rit, bls. 15.
41 Sama rit, bls. 16.
42 Bergur Vigfússon, „Vetrarsólhvörf á Kili 1939“, Skjöldur. Tímarit um menningarmál
36(2)/2002, bls. 12–17.
MaRion LeRneR