Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 29
29
„Við föllumst væntanlega á, að maður,
sem minnist einhvers, hljóti að hafa vitað
það einhvern tíma áður?“ (Sókrates)1
„Afneitun staðreynda fylgir oft dýrmæt-
ustum vonum manna og hugsjónum.“
(Halldór Laxness)2
Tilgátan um að minningar séu félagsleg afurð er til í mismunandi róttæk-
um útgáfum. Stundum merkir hún ekki annað en að samfélagið (aðrir)
geti haft áhrif á það hvernig við rifjum upp atburði úr lífi okkar. Stundum
merkir hún að samfélagið hafi mótandi áhrif á minningar okkar, t.d. með
því að ljá okkur frásagnarramma sem við fyllum síðan inn í. Í sinni róttæk-
ustu mynd felur tilgátan í sér að minningar séu helber félagslegur tilbún-
ingur. Í ritgerðinni er þessi róttækasta útgáfa tilgátunnar brotin til mergj-
ar. Í fyrsta hluta er leitast við að lýsa tilgátunni sem er ekki eins auðvelt
og ætla mætti við fyrstu sýn. Í öðrum hluta eru nokkur almenn rök fyrir
tilgátunni útskýrð en í þeim þriðja er bryddað upp á ákveðinni aðferð til að
meta hana. Aðferðin felst í því að skoða tilgátuna með hliðsjón af dæmi um
bældar minningar um áfall í æsku.
I
Til skamms tíma hefðu flestir sennilega álitið titil þessarar greinar mót-
sögn í sjálfu sér (lat. contradictio in adjecto). Tilbúningur er einfaldlega ekki
minning. Minnist ég einhvers, hefur það gerst í raun og veru. Mig getur
auðvitað misminnt en jafnvel misminni hefur einhver lágmarkstengsl
1 Platón, Síðustu dagar Sókratesar, þýð. Sigurður Nordal, Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, 1990, bls. 126.
2 Halldór Laxness, Skáldatími, Reykjavík: Helgafell, 1963, bls. 303.
Róbert H. Haraldsson
Minningar sem félagslegur tilbúningur
Ritið 1/2013, bls. 29–54