Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 30
30
við raunveruleikann, t.d. á sambærilegan hátt og hversdagsleg lygi hefur
lágmarkstengsl við raunveruleikann. Orðið „lygi“ hefði ekki merkingu
nema vegna þess að margar aðrar fullyrðingar okkar um raunveruleik-
ann eru sannar, og á sama hátt getur okkur ekki misminnt nema vegna
þess að stundum er minni okkar meira eða minna rétt. Komist ég að því
að einhver „minning“ mín hafi verið búin til, t.d. af útsjónarsömum sál-
fræðingum, afskrifa ég hana samstundis sem minningu. Slíkt getur gerst.
Sálfræðingnum Elizabeth Loftus og samstarfsmönnum hennar tókst t.d.
að búa til „minningar“ hjá átta ára börnum um að foreldrar þeirra hefðu
týnt þeim í verslunarmiðstöð þegar þau voru fimm ára. Ekkert slíkt hafði
átt sér stað í raun og veru.3 Slíkar „minningar“ falla á því hversdagslega
prófi sem Sókrates leggur á minningar í ofangreindri tilvitnun.
En margt hefur breyst á undanförnum áratugum og ýmsir fræðimenn
taka nú í mál tilgátuna um að minningar séu helber félagslegur tilbún-
ingur. Túlkunarfræðingurinn Mark Freeman hefur t.d. stungið upp á því
að e.t.v. ætti að stofna deild í bókaverslunum sem héti „Minni-og-frásögn“
þar sem hinar ólíku bækur um fortíð einstaklinga – sjálfsævisögur, aðrar
endurminningabækur og skáldsögur – ættu sameiginlegan samastað. Í þeirri
ævisagnadeild „yrði hver einasta spurning, [any and all], um hvers eðlis
þessar bækur ‚raunverulega eru‘ látin sigla sinn sjó, til allrar lukku“, segir
Freeman og bætir við: „En við virðumst ekki alveg tilbúin að stíga þetta
skref.“ 4 Freeman virðist hafa rétt fyrir sér ef hann vísar með orðinu „við“
til þeirra sem eru hallir undir tilgátuna um að minningar séu helber félags-
legur tilbúningur. Slíkir kennismiðir, ekki síst Freeman sjálfur, tjá afstöðu
sína sjaldan afdráttarlaust í fullyrðingum heldur gefa hana til kynna með
spurningum, frjálslegri notkun gæsalappa (einkum á „raunverulegur“ og
„sannur“) og orðalagi sem ýtir undir óvissu. Eftir að hafa velt því fyrir sér
hvort nokkur manneskja komist nokkurn tíma í snertingu við ómengaðan
heim (e. pure world) – orðalausan heim barnsins sem ekki er félagslegur
tilbúningur – spyr Freeman í bók sinni Rewriting the Self. History, Memory,
Narrative: „Hvers vegna að sýta fjarveru þess [veraldarinnar] sem ekki er
fyrir hendi [veruleikinn er bara texti]? Hvers vegna ættum við ekki bara
3 Elizabeth Loftus og Katherine Ketcham, The Myth of Repressed Memory. False
Memories and Allegations of Sexual Abuse, New York: St. Martin’s Griffin, 1994, bls.
73–101.
4 Mark Freeman, „Telling Stories. Memory and Narrative“, Memory. Histories,
Theories, Debates, ritstj. Susannah Radstone og Bill Schwarz, New York: Fordham
University Press, 2010, bls. 263–277, hér bls. 264.
RóbeRt H. HaRaLdsson