Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 31
31
að tala og skrifa og reyna að gera hlutina áhugaverða?“5 Í nýlegri grein,
„Telling Stories. Memory and Narrative“, lýsir Freeman ákveðinni frum-
speki (um hvernig raunveruleikinn hljóti að vera) og þekkingarfræði (um
aðgang okkar að veruleikanum) með því að setja fram spurningar sem
bókstaflega kalla á tilgátuna um að minningar séu helber félagslegur til-
búningur:
„… hvaða merkingu getur það hugsanlega haft að tala um minni?“
„Hvar hefjast minningar mínar og hvar enda þær [hvar hefst tilbún
ingur annarra]?“
„… hvernig getum við nokkurn tíma greint hið innra frá hinu ytra,
hið „raunverulega“ frá hinu „þvingaða“?“
„Hljóta sjálfsævisögur að ljúga?“
„Eru minningar einhvern tíma alfarið „mínar“?“
„Er sjálfsævisaga yfirhöfuð möguleg?“6
Um sjálfsbókmenntir segir Freeman að svo „virðist vera sem það ferli að
segja sögur um persónulega fortíð felist í grunninn í því að ljúga að sjálfum
sér (með hjálp minnis) og síðan að breyta þessum lygum í ennþá meiri
skáldskap (með frásögn).“ Síðan spyr hann: „Er einhver önnur leið til að
hugsa um þessi efni?“7 Hér er ekkert staðhæft, bara spurt. Spurningin er
skrýtin því Freeman lætur sem hann viti ekki af hinum augljósa möguleika
að við notum minnið til að rifja upp staðreyndir um fortíð okkar. Í viða-
mikilli umfjöllun um minningar, virðist sagnfræðingurinn Sigurður Gylfi
Magnússon stundum hafa sömu áhyggjur og Freeman:
Það er óneitanlega áhugavert að hugleiða þýðingu lyginnar í lífi
fólks. Hvenær lýgur fólk og hvenær segir það satt? Eru skilin á milli
sannleika og lygi eins skýr og við viljum vera láta? Treystir fólk
sér til þess að horfast í augu við eigið líf og takmarkanir og býður
samfélagið upp á slík tækifæri?8
5 Mark Freeman, Rewriting the Self. History, Memory, Narrative, London og New
York: Routledge, 1993, bls. 11.
6 Sama rit, bls. 264, 265, 269, 271, leturbreyting þar, 274 og 269.
7 Sama rit, bls. 268.
8 Sigurður Gylfi Magnússon, Sjálfssögur. Minni, minningar og saga, Reykjavík: Há-
skólaútgáfan, 2005, bls. 264.
MINNINGAR SEM FÉLAGSLEGUR TILBÚNINGUR