Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 32
32
Sigurður endurtekur síðan að skilin milli sannleika og lygi séu „vægast sagt
óljós“9 og nefnir í því samhengi vandræði Clintons í bandaríska þinginu
vegna Monicu Lewinsky-málsins. Hliðstæða umræðu má víða finna um
skil eiginlegra sjálfsævisagna annars vegar og skáldsagna eða upploginna
sjálfsævisagna hins vegar. Ekki er óalgengt að fræðimenn lýsi t.d. upplogn-
um sjálfsævisögum og spyrji síðan að hvaða leyti þær séu öðruvísi, þegar
allt kemur til alls, en ófalsaðar sjálfsævisögur.10
Önnur leið til að koma tilgátunni um að minningar séu tilbúningur,
og þeirri frumspeki sem hún hvílir á, að í umræðunni, án þess þó að taka
ábyrgð á henni, er að eigna hana virtum látnum rithöfundi. Jón Ólafsson
hefur t.d. eignað Halldóri Laxness þá afstöðu að sanngildi skipti ekki máli
í minningabókum, t.d. ferðasögum eða sjálfsævisögum. „Skrifin sjálf, text-
inn sem skapaður er“, skrifar Jón, „er allt sem skiptir [Laxness] máli.“11
Jón fullyrðir síðan:
Frá þessu sjónarmiði hvikar Halldór aldrei. Jafnvel í Skáldatíma, sem
á að heita að sé uppgjörsbók Halldórs við pólitík sína, má merkja
glögglega að uppgjör Halldórs er við textann. Halldór skrifaði tvær
bækur um Sovétríkin: Í austurvegi 1933 og Gerska ævintýrið fimm
árum síðar. Þegar hann skrifaði Skáldatíma fannst honum þessar
bækur slæmar: Þær voru vondur texti.12
Jón telur greinilega að Laxness hafi álitið gerlegt að leggja mat á minn-
ingabókmenntir, ferðabækur og sjálfsævisögur, án þess að huga að sann-
gildi þeirra. Textinn sé allt sem skipti máli. Ógerlegt er að fá botn í þessa
afstöðu nema lögð sé til grundvallar tiltekin frumspekileg sýn um óbrúan-
lega hyldýpisgjá milli orða og heims eða milli minninga og þess sem raun-
verulega gerðist. Það er einhver slík gjá sem liggur spurningum Freemans
og Sigurðar Gylfa til grundvallar. Margt bendir á hinn bóginn til þess að
9 Sama rit, bls. 265.
10 Sjá umfjöllun um Binjamin Wilkomirski hér að neðan. Sjá einnig athyglisverða um-
ræðu í Andrew S. Gross og Michael J. Hoffman, „Memory, Authority, and Identity:
Holocaust Studies in Light of the Wilkomirski Debate,“ Biography 27/2004, bls.
25–47 og umræðu á netinu, t.d. á http://socrates.berkeley.edu/~kihlstrm/memoir.
htm, skoðað 31. október 2012.
11 Jón Ólafsson, „Laxness í Sovétríkjunum: Áróðursmaðurinn mikli“, Ekkert orð er
skrípi ef það stendur á réttum stað, ritstj. Jón Ólafsson, Reykjavík: Hugvísindastofnun
Háskóla Íslands, 2002, bls. 129–138, hér bls. 130, leturbreyting mín.
12 Sama rit, bls. 130.
RóbeRt H. HaRaLdsson