Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 33
33
Laxness hafi ekki aðhyllst þá póstmódernísku sýn sem Jón virðist eigna
honum.13
Sú afstaða sem gefin er til kynna í spurningum Freemans og Sigurðar
Gylfa er ekki prófanleg sálfræðileg tilgáta um minnið. Hún er öllu heldur
frumspekileg hugmynd um eðli minnisins og tengsl þess við raunveru-
leikann, fortíð einstaklingsins. Kenningin er m.a. sett fram sem viðbragð
við áleitnum spurningum á borð við þá hvort við fáum nokkurn tíma
brúað bilið milli hugsunar og veruleika, orða og heims, minninga og for-
tíðar. Eftir að hafa velt upp ofangreindum spurningum sínum, staðhæfir
Sigurður Gylfi t.d.: „Einstaklingurinn í orði er ekki sá sami og á borði. Á
milli þessara póla er hyldýpi sem útilokað er að brúa.“14 En tilgátan getur
líka verið niðurstaðan af ákveðnu svari við þessum frumspekilegu álitaefn-
um, t.d. því svari að veruleikinn í heild sinni sé texti og því sé tómt mál að
tala um að komast út fyrir textann og að heiminum eins og hann er eða
var raunverulega. Það er þessi róttæka tilgáta um minni sem félagslegan
tilbúning ofan í kjölinn sem hér er tekin til skoðunar. Hún er almenns
eðlis. Hún kveður ekki bara á um að minningar geti tekið lit af menningu
okkar eða að þær mótist oft af ytri öflum. Rannsóknir sálfræðinga og sagn-
fræðinga sýna að svo er og kemur það heim og saman við hversdagslega
reynslu fólks. Tilgátan er róttækari og kveður á um það hvernig minningar
eru í eðli sínu, hvernig tengslum þeirra við raunveruleikann hljóti að vera
háttað. „Hljóta sjálfsævisögur að ljúga?“ spyr Freeman.15
II
Hægt er að skerpa þessa frumspekilegu tilgátu um minningar sem helberan
félagslegan tilbúning með því að skoða nokkur almenn rök sem sett hafa
verið fram henni til stuðnings. Í því samhengi langar mig að skoða fern
rök sem skarast á ýmsa vegu. Fyrstu rökin nefni ég skyldleikarökin, önnur
rökin óaðskiljanleikarökin, þriðju rökin heildarhyggjurökin og þau fjórðu
frásagnarsjálfsrökin. Bryddað er upp á þessum nafngiftum til hægðar auka
13 Sjá t.d. Halldór Laxness, Gerska ævintýrið, Reykjavík: Helgafell, 1983 [1938], bls. 26
o.áfr. Í Skáldatíma skrifar Laxness: „Stærsta axarskaft okkar vinstrisósíalista fólst í
trúgirni ... Við trúðum ekki af því að aðrir lygju að það væri gott, heldur af því að
við lugum því að okkur sjálfir. Afneitun staðreynda fylgir oft dýrmætustum vonum
manna og hugsjónum.“ Halldór Laxness, Skáldatími, bls. 303.
14 Sigurður Gylfi Magnússon, Sjálfssögur, bls. 267.
15 Mark Freeman, „Telling Stories“, bls. 271.
MINNINGAR SEM FÉLAGSLEGUR TILBÚNINGUR