Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 36
36
hversdagsleg átök og kreppur í þroska kvenna. Fárið í kringum sat-
aníska misnotkun er í grunninn saga um hetjulega umbyltingu kon-
unnar andspænis hinu illa, saga sem sækir innblástur í hugmyndir
um skírlífi kvenna og barnslegt sakleysi þeirra.23
Í frásögn geðveikrar konu, Jennyar, af satanískum hópkynlífsathöfnum og
ritúalísku morði á saklausri konu, kemur Haaken síðan auga á uppreisn
kvenna gegn innilokun þeirra á heimilum.24 Ýmis hugtök úr sálgreiningu
og bókmenntafræði − svo sem hugmynd Freuds um skjáminningar (þ.
Deckerinnerung; e. screen memory) − auðvelda Haaken að sjá slíkar teng-
ingar og orða slíkar túlkanir. En hættan við þessa aðferðafræði er sú að hið
sanna (hryllingur sem átti sér stað) og hið ósanna (hryllingur sem átti sér
ekki stað) fái sömu eða svipaða meðhöndlun. Litið er á hvort tveggja sem
fyrirbæri sem þurfi að túlka nánast eins og atburði í skáldsögu. Mörkin
milli hins sanna og ósanna mást út. Sú hætta er a.m.k. mjög raunveruleg
í andrúmslofti þar sem allir eru að leita að hryllingi eins og vikið verður
nánar að síðar í greininni.
Skyldleikarökin hafa samt sínar takmarkanir. Jafnvel þótt beita megi
túlkunarfræði til að draga fram hugsanlegan skyldleika með sönnu og
lognu, ættum við að geta greint hér á milli með nánari athugunum og
rannsóknum. Saga Wilkomirskis gæti hafa verið skrifuð af fégráðugum
yfirstéttarmanni sem átti góða barnæsku. Sögur sjúklinga um sataníska
misnotkun í æsku geta verið sprottnar af sefjunarmætti ráðgjafa þeirra eða
átt rætur að rekja til geðsjúkdóma á borð við geðklofa. Hér koma óaðskilj-
anleikarökin til sögunnar. Þau kveða á um að ekki sé hægt að aðskilja hið
sanna og hið logna þegar kemur að minningum, sjálfsævisögum og sjálfs-
bókmenntum almennt. Í umfjöllun sinni um upplogna sögu Binjamins
Wilkomirski, skrifar Gunnþórunn Guðmundsdóttir t.d.:
... það er enginn eðlislægur munur á skáldskap og æviskrifum, við
getum ekki bent á einhver einkenni textans og sagt að hér sé um að
ræða sjálfsævisögu eða skáldskap. Miklu frekar er þetta spurning um
hvernig við komum að verkinu og hvernig verkið er kynnt.25
23 Sama rit, bls. 438.
24 Sama rit, bls. 439.
25 Gunnþórunn Guðmundsdóttir, „Blekking og minni“, bls. 42.
RóbeRt H. HaRaLdsson