Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 38
38
Spurningar Freemans hnigu líka flestar í átt að óaðskiljanleikarök-
unum:
Hvar hefjast minningar mínar og hvar enda þær [hvar hefst tilbún-
ingur annarra]? [...] hvernig getum við nokkurn tíma greint hið
innra frá hinu ytra, hið „raunverulega“ frá hinu „þvingaða“? [...]
Hljóta sjálfsævisögur að ljúga? [...] Eru minningar einhvern tíma
alfarið „mínar“?30
Freeman lætur þó ekki nægja að spyrja. Hann fullyrðir að við getum ekki
greint það sem er „algerlega „okkar“ frá hinu sem kemur að utan“,31
minn ingar frá tilbúningi. Hann heldur því einnig fram að við getum ekki
greint minningar og frásagnir af fortíð einstaklinga frá frásagnarhefðum
(e. narrative convention).32 Þessi síðari óaðskiljanleikarök lúta að því hvern-
ig fólk rifjar upp og segir frá minningum sínum. Því til stuðnings vitnar
Freeman í eftirfarandi orð Ernsts Schachtel:
Minningar alls þorra manna líkjast að endingu meir og meir hefð-
bundnum svörum við spurningakönnunum þar sem ævin [lífið sem
rifjað er upp] samanstendur af fæðingarstað og fæðingardegi, trú-
flokki, búsetu, menntun, starfi, hjónabandi, fjölda barna og fæðing-
ardegi þeirra, tekjum, veikindum og dauða.33
Samkvæmt þessu raðast minningar okkar nánast sjálfkrafa inn í ákveð-
inn fyrirfram gefinn frásagnarramma. Frásagnarhefðin stýri upprifjuninni
óhjákvæmilega.34 Aðgreining hins innra (minnis) og hins ytra (áhrifa ann-
arra) er, að dómi Freemans, byggð á þeirri úreltu hugmynd um manns-
hugann að minnið sé nokkurs konar vídeómyndavél sem sýni „Hvað
Raunverulega Gerðist“.35 Gefum við þá hugmynd upp á bátinn, eins og
Freeman leggur til, munum við sjá að minningar eru að uppistöðu spunnar
úr áhrifum annarra.
viðtökusagan gerðu slíkar blekkingar líklegri. Þá athugasemd mætti raunar heim-
færa upp á dæmið af bældum minningum sem rætt er um síðar í þessari grein.
30 Mark Freeman, „Telling Stories“, bls. 265, 269, 271, leturbreyting þar, 274.
31 Sama rit, bls. 268.
32 Sama rit, bls. 268.
33 Sama rit, bls. 265.
34 Sama rit, bls. 268.
35 Sama rit, bls. 271, hástafir þar.
RóbeRt H. HaRaLdsson