Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 45
45
svo sagði ég: „Hver gæti gert mér þetta?“ Og á næsta augnabliki sagði ég:
„Guð minn góður, það er faðir minn.“ Og sérhver líkamspartur vissi þetta
bara.“57 Lýsingar Gizellu eru gróteskar. Eftir að faðir hennar, sem var her-
skurðlæknir í Víetnamstríðinu, hafði nauðgað henni á afar hrottafenginn
hátt og skilið hana eftir í blóði sínu og ælu, kom móðir hennar inn í her-
bergið og ásakaði Gizellu um að hafa sjálf veitt sér þessa áverka og hreytti í
hana fúkyrðum og skömmum. Þegar móðir hennar hafði yfirgefið herbergið
birtist faðir hennar aftur og saumaði Gizellu saman „án þess að nota nokk-
ur deyfilyf“.58 Minningarbrotinu lýkur síðan á því að amma Gizellu kom
inn í herbergið, lét vel að henni og hvatti hana til að gleyma öllu saman.
„Láttu eins og þetta hafi aldrei gerst,“59 sagði amman, og Gizella ákvað að
fara að ráðum ömmu sinnar og gleyma öllu saman, þar til henni tókst að
rifja misnotkunina upp í meðferð áratugum síðar. Upprifjunin gekk ekki
þrautalaust fyrir sig. Eftir margar misheppnaðar tilraunir, tókst Gizellu loks
að kalla fram „minningar“ um misnotkunina. Viðtalstíminn örlagaríki hjá
Frank stóð samfellt í fimm klukkustundir og Gizella notaði lyfið MDMA
(alsælu) til að liðka fyrir upprifjuninni. Í neðanmálsgrein ráðleggja Bass og
Davis konum að nota ekki þetta ólöglega lyf því það geti reynst heilsuspill-
andi, en þær lýsa engum áhyggjum yfir því að lyfið kunni að hafa haft áhrif
á innihald þess sem Gizella rifjaði upp. Þó var og er vitað að MDMA getur
valdið ofskynjunum. Engu máli virðist hafa skipt hvaða meðulum var beitt
til að kveikja á vídeómyndavél hugans. Ef hún sýndi kynferðislega misnotk-
un í æsku sýndi hún veruleikann eins og hann var.60
Ráðgjafarnir sem störfuðu í anda þessarar hreyfingar virðast því ekki
hafa áttað sig á því að hve miklu leyti minningar geta verið félagsleg-
ur tilbúningur. Að þessu leyti virðast þeir vera á öndverðum meiði við
framangreinda kennismiði, sem höfðu, eins og við sáum, tilhneigingu til
að alhæfa um ytri áhrifin sem upprifjendur verða fyrir.61 En áhugi minn
57 Sama rit, bls. 452.
58 Sama rit, bls. 448.
59 Sama rit, bls. 448.
60 Ég hef rætt um það hvernig gagnrýnin hugsun var útilokuð í hreyfingunni í kring-
um bældar minningar í greininni „Andleg velferð mannkyns. Málfrelsisrök Johns
Stuarts Mill og formyrkvun hugans“, Hugur. Tímarit um heimspeki 24/2012, bls.
36–73.
61 Um áreiðanleika sjálfsævisögulegra minninga, sjá Helen Williams, Martin Conway
og Gillian Cohen, „Autobiographical memory“, Memory in the Real World, ritstj.
Gillian Cohen og Martin A. Conway, Hove og New York: Psychology Press, 2008,
bls. 21–90, hér bls. 81.
MINNINGAR SEM FÉLAGSLEGUR TILBÚNINGUR