Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 46

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 46
46 beinist ekki að kenningum ráðgjafanna um minnið heldur að því sem þeir gerðu í raun og veru. Nánar tiltekið langar mig að bera saman kenningu kennismiðanna (minningar eru helber félagslegur tilbúningur) og raun- verulega framkvæmd ráðgjafanna. Tilgáta mín er sú að þær „minningar“ sem ráðgjafarnir hjálpuðu skjólstæðingum sínum að „rifja upp“ hafi í mörgum tilvikum verið félagslegur tilbúningur. Dæmið þjónar því tilgangi mínum. Rökin fyrir því að segja að umtalsverður fjöldi þeirra minninga sem hér um ræðir – minningar um atburði í æsku sem viðkomandi einstaklingar bældu svo áratugum skipti – séu félagslegur tilbúningur eru þrenns konar eða koma í þremur þrepum. Í fyrsta lagi bendir ýmislegt til þess að slíkar minningar hafi verið rangar,62 þær lýsi ekki raunverulegum atburðum. Margir einstaklingar sem grófu upp slíkar minningar hafa lýst því hvernig þeir uppgötvuðu síðar að bældu minningarnar þeirra reyndust falskar.63 Þá bendir fátt til þess að umræddir ráðgjafar hafi haft rétt fyrir sér um mátt hugans til að bæla slík áföll með svo afgerandi hætti í áratugi og endur- skapa þau svo ljóslifandi áratugum síðar. Í nýlegri yfirlitsgrein um sjálfs- ævisögulegar minningar eru andstæð sjónarmið í þessari deilu reifuð og síðan staðhæft: „Yfirvegaðri afstaða er sú að það kann að vera mögulegt að endurheimta bældar minningar síðar á lífsleiðinni en að flestar endur- heimtar „minningar“ hafi líklega aldrei átt sér stað.“64 Þá má nefna að aðferðirnar sem notaðar voru til að endurheimta slíkar minningar skiluðu oft fjarstæðukenndum niðurstöðum. Í því samhengi má minna á ofangreint dæmi Haakens um skipulega sataníska misnotkun sem jafnvel heilu bæj- arfélögin áttu að hafa tekið þátt í. Um tíma var talið að fimmtán prósent þeirra sem endurheimtu bældar minningar um kynferðislega misnotkun myndu einnig rifja upp minningar um sataníska misnotkun.65 Þá rifjuðu sumir upp misnotkun sem átti að hafa átt sér stað á fyrstu ævimánuðum 62 Ég sleppi öllum fyrirvörum í framhaldinu en bendi á að sumar þessara minninga gætu hafa verið sannar. 63 Sjá t.d. bók Meredith Maran, My Lie. A True Story of False Memory, San Fran cisco: Jossey-Bass, 2010, bls. 233–249. Sjá einnig Mark Pendergrast, Victims of Memory. Sex Abuse Accusations and Shattered Lives, Hinesburg: Upper Access, Inc., 1996, bls. 321–360. 64 Helen Williams, Martin Conway og Gillian Cohen, „Autobiographical memory“, bls. 76. 65 Richard Ofshe og Ethan Watters, Making Monsters, bls. 178. Renee Fredrickson nefnir á hinn bóginn töluna 7–10% í þessu samhengi. Renee Fredrickson, Repressed Memories, bls. 165. RóbeRt H. HaRaLdsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.