Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 46
46
beinist ekki að kenningum ráðgjafanna um minnið heldur að því sem þeir
gerðu í raun og veru. Nánar tiltekið langar mig að bera saman kenningu
kennismiðanna (minningar eru helber félagslegur tilbúningur) og raun-
verulega framkvæmd ráðgjafanna. Tilgáta mín er sú að þær „minningar“
sem ráðgjafarnir hjálpuðu skjólstæðingum sínum að „rifja upp“ hafi í
mörgum tilvikum verið félagslegur tilbúningur. Dæmið þjónar því tilgangi
mínum.
Rökin fyrir því að segja að umtalsverður fjöldi þeirra minninga sem hér
um ræðir – minningar um atburði í æsku sem viðkomandi einstaklingar
bældu svo áratugum skipti – séu félagslegur tilbúningur eru þrenns konar
eða koma í þremur þrepum. Í fyrsta lagi bendir ýmislegt til þess að slíkar
minningar hafi verið rangar,62 þær lýsi ekki raunverulegum atburðum.
Margir einstaklingar sem grófu upp slíkar minningar hafa lýst því hvernig
þeir uppgötvuðu síðar að bældu minningarnar þeirra reyndust falskar.63 Þá
bendir fátt til þess að umræddir ráðgjafar hafi haft rétt fyrir sér um mátt
hugans til að bæla slík áföll með svo afgerandi hætti í áratugi og endur-
skapa þau svo ljóslifandi áratugum síðar. Í nýlegri yfirlitsgrein um sjálfs-
ævisögulegar minningar eru andstæð sjónarmið í þessari deilu reifuð og
síðan staðhæft: „Yfirvegaðri afstaða er sú að það kann að vera mögulegt
að endurheimta bældar minningar síðar á lífsleiðinni en að flestar endur-
heimtar „minningar“ hafi líklega aldrei átt sér stað.“64 Þá má nefna að
aðferðirnar sem notaðar voru til að endurheimta slíkar minningar skiluðu
oft fjarstæðukenndum niðurstöðum. Í því samhengi má minna á ofangreint
dæmi Haakens um skipulega sataníska misnotkun sem jafnvel heilu bæj-
arfélögin áttu að hafa tekið þátt í. Um tíma var talið að fimmtán prósent
þeirra sem endurheimtu bældar minningar um kynferðislega misnotkun
myndu einnig rifja upp minningar um sataníska misnotkun.65 Þá rifjuðu
sumir upp misnotkun sem átti að hafa átt sér stað á fyrstu ævimánuðum
62 Ég sleppi öllum fyrirvörum í framhaldinu en bendi á að sumar þessara minninga
gætu hafa verið sannar.
63 Sjá t.d. bók Meredith Maran, My Lie. A True Story of False Memory, San Fran cisco:
Jossey-Bass, 2010, bls. 233–249. Sjá einnig Mark Pendergrast, Victims of Memory.
Sex Abuse Accusations and Shattered Lives, Hinesburg: Upper Access, Inc., 1996, bls.
321–360.
64 Helen Williams, Martin Conway og Gillian Cohen, „Autobiographical memory“,
bls. 76.
65 Richard Ofshe og Ethan Watters, Making Monsters, bls. 178. Renee Fredrickson
nefnir á hinn bóginn töluna 7–10% í þessu samhengi. Renee Fredrickson, Repressed
Memories, bls. 165.
RóbeRt H. HaRaLdsson