Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 48
48
misnotkunin hafi átt sér stað, erfiðara hafi reynst að rifja hana upp. Gizella
lærði snemma að tala um misnotkun sína sem raunverulegt fyrirbæri. Hún
notaði meinta misnotkun t.d. til að skýra fyrir dóttur sinni, Adriönnu,
hvers vegna hún hefði átt erfitt með að umgangast hana á ákveðnum aldri.
„Eitthvað kom fyrir mömmu þegar hún var mjög lítil“, sagði Gizella við
dóttur sína, „og þú minnir mig á hvað gerðist.“69 Á þessum tíma mundi
Gizella hreint ekki eftir misnotkuninni. Erfitt er að verjast þeirri tilhugsun
að frásagnarramminn hafi hér ákvarðað innihaldið, röð atburðanna, en
ekki atburðirnir sjálfir, svo vitnað sé til kennismiðanna. Stundum segja
viðmælendur Bass og Davis þetta nánast berum orðum sjálfir:
Eftir að ég sætti mig við þá tilhugsun að ég hafi verið misnotuð, hafa
nýjar myndir, ný tilvik ekki lengur sömu áhrifin. Ég þarf ekki að
endurtaka baráttuna við að trúa því að þetta hafi gerst í hvert skipti
sem nýtt tilvik bætist í myndina. Þegar ég hafði ramma til að raða
minningum mínum inn í, gekk upprifjunin mun hraðar fyrir sig.70
Athyglisvert er að Bass og Davis ráðleggja einstaklingum, sem ekki muna
eftir misnotkun í æsku en líður illa, að prófa að gera ráð fyrir því að þeir
hafi verið misnotaðir, hefja heilunarferlið, og sjá hvað gerist. Batni þeim sé
líklegt að þeir hafi verið misnotaðir.71
Sú gerð sögu sem notuð var sem frásagnarrammi í þeim meðferðum
sem hér um ræðir er saga þolandans, jafnvel fórnarlambsins. Þeir sem
undirgengust slíka meðferð virðast fyrst og fremst hafa lært að skilgreina
allt líf sitt í ljósi meintrar misnotkunar.72 Bass og Davis bjóða skjólstæð-
ingum sínum upp á frásagnarramma sem tengir á nánast undraverðan hátt
saman atburði í lífi þeirra sem áratugir skilja að. Skyndileg minning um
eitthvað sem gerðist í frumbernsku skýrir maka- og starfsval, skapgerð,
skapgerðarbresti, sigra og ósigra o.s.frv. Stundum er erfitt að forðast þá
tilhugsun að sögurnar – „upprifjanirnar“ – falli vel að þeirri femínísku
hugmyndafræði sem ríkti í hreyfingunni í kringum bældar minningar. Þótt
69 Ellen Bass og Laura Davis, The Courage to Heal, bls. 449.
70 Sama rit, bls. 81, leturbreyting mín.
71 Sama rit, bls. 88. Sjá einnig Renee Fredrickson, Repressed Memories, bls. 167.
72 Athyglisvert er að Bass og Davis birta viðtal við konu, Artemis, sem vildi ekki þiggja
viðtalsmeðferð vegna þess að hún vildi ekki vera álitin fórnarlamb. Hún kvartar
yfir því að ráðgjafarnir hafi ekki séð neitt í henni annað en fórnarlamb. Ellen
Bass og Laura Davis, The Courage to Heal, bls. 440. Þótt Bass og Davis noti orðið
„eftirlifendur“ (e. survivors) í stað orðsins „fórnarlömb“ (e. victims) til að lýsa þol-
endum, kenna þær konum að líta á sig meira og minna sem fórnarlömb.
RóbeRt H. HaRaLdsson