Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 51
51
einstaklinga í Bandaríkjunum einum.78 Mikill fjöldi einstaklinga hafði þá
rifjað upp hvernig þeir brugðust við misnotkun í æsku með því að kljúfa
persónuleika sinn í a.m.k. tvennt þar sem einum persónuleika var fengið
það hlutverk að geyma hinar dökku minningar en hinum persónuleikanum
var ætlað að halda áfram að lifa lífinu.
Þegar tengslin við raunveruleikann hafa verið rofin með svo afgerandi
hætti blasir líka við að „minningar“ og „upprifjun“ öðlast nýjan tilgang.
Janice Haaken leggur til eftirfarandi róttæka skýringartilgátu um satanísku
minningarnar: „Sem kvenleg frásögn af andspyrnu eru satanískar minning-
ar um misnotkun líkar gotnesku skáldsögunni á þann hátt að þær eru dulin
árás á kjarnafjölskyldu feðraveldisins.“79 Sambærileg heildarmarkmið er
ekki hægt að eigna eiginlegri upprifjun. Í þeim tilvikum þar sem það er
hægt veigrum við okkur a.m.k. við að tala um minningar. Ráðgjafarnir
sem unnu við að grafa upp bældar minningar virðast margir hafa gefið sér
tiltekna niðurstöðu fyrirfram (um misnotkun) en í raunverulegri upprifjun
er slíkt ekki hægt. Í hreyfingunni í kringum bældar minningar var skellt
skollaeyrum við rödd einstaklingsins þar til hann samþykkti forsendur
meðferðarinnar og forskriftirnar sem unnið var eftir. Þannig voru orð
þeirra sem sögðust ekki muna eftir misnotkun, eða töldu sig hafa átt góða
og umhyggjusama feður og mæður, hiklaust dregin í efa. En eftir að skjól-
stæðingarnir höfðu á hinn bóginn samþykkt frásagnarrammann (samþykkt
að misnotkunin hefði átt sér stað eða gæti a.m.k. hafa átt sér stað), mátti
alls ekki efast um orð þeirra. Þá voru orð þeirra lög. Slík minnisvinna er
auðvitað ekki upprifjun, heldur innræting.
Vegna þess að tengslin við raunveruleikann hafa verið rofin eru bældu
minningarnar sem hér um ræðir líka leiðréttar á annan hátt en hversdags-
legar minningar. Það tók viðkomandi einstaklinga stundum mörg ár og
margar meðferðir að öðlast þá sannfæringu að þeir hefðu verið misnot-
aðir í æsku. Jafnvel eftir að fyrsta skýra minningin um misnotkun flæddi
fram, sóttu lamandi efasemdir á skjólstæðingana. Það virðist hafa verið
regla frekar en undantekning að þeim fyndist eins og þeir væru að ljúga og
þeir þurftu hjálp ráðgjafanna við að bæla niður efasemdir sínar.80 „„Veistu
78 Richard Ofshe og Ethan Watters, Making Monsters, bls. 205–206.
79 Janice Haaken, „The Seventh Veil“, bls. 439.
80 Renee Fredrickson telur að lamandi efasemdir skjólstæðinga sinna um að endur-
heimtu minningarnar séu réttar, séu einmitt vísbendingar um að minningarnar séu
réttar! Renee Fredrickson, Repressed Memories, bls. 171.
MINNINGAR SEM FÉLAGSLEGUR TILBÚNINGUR