Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 52
52
hvernig mér líður?“ spyr Gizella Frank strax eftir að hún „rifjaði upp“
hina hrottafengnu misnotkun. „Mér líður eins og ég sé að ljúga.““81
Afurðir slíkrar minnisvinnu verða tæpast leiðréttar eins og misminni. Þær
eru líkari sögum sem viðkomandi einstaklingar – sjúklingar, ráðgjafar og
fleiri – hafa varið miklum tíma og orku í að búa til. Sé þörf leiðréttinga
í slíkum tilvikum, þarf að vinda ofan af miklum tilbúningi og slíkt getur
tekið langan tíma.82
Loks má nefna að þegar tengsl minninga og raunveruleika hafa verið
rofin er sjálfshyggjan (e. solipsism) á næsta leiti, en sjálfshyggja er sú hug-
mynd að maður sjálfur sé hinn eini veruleiki. Öfugt við hversdagslegar
minningar virðast bældar minningar nánast hafa verið einkamál þeirra sem
rifjuðu þær upp. Þegar hversdagslegar minningar eru rifjaðar upp geta aðrir
verið kallaðir til ábyrgðar, stundum réttilega, stundum ranglega. Þetta er
ein ástæða þess að ærlegt fólk reynir að halda sig við staðreyndir og er ekki
yfirlýsingaglatt þegar það rifjar upp fortíð sína. Það skilur að fortíðin er
sameiginlegur raunveruleiki margra manna. Við berum saman ábyrgð á
því að viðhalda raunveruleika fortíðarinnar. Í hreyfingunni kringum bæld-
ar minningar virðist nánast enginn skilningur hafa verið á þessari ábyrgð.
Ráðgjafarnir töluðu iðulega eins og „upprifjunin“ kæmi öðrum bókstaf-
lega ekkert við. Samt fólu bældu minningarnar í sér ásakanir um stórfellda
glæpi, ásakanir sem splundruðu fjölskyldum og sköðuðu oft líf fjölmargra
einstaklinga.83 Engu að síður var „upprifjunin“ iðulega skoðuð sem heil-
unarferli sem var einkamál viðkomandi einstaklings, a.m.k. þar til sá tími
rann upp í meðferðinni að ásaka þurfti einhvern eða lögsækja. Þeir sem
líkt og Freeman telja að minningar séu (kannski) ekkert annað en félags-
81 Ellen Bass og Laura Davis, The Courage to Heal, bls. 452. Ítarlegasta umfjöllun
Renee Fredrickson er um skjólstæðing sem hún nefnir Söru en eftir að Sara þessi
hafði endurheimt „minningar“ um kynferðislega misnotkun sem hún átti að hafa
orðið fyrir af hendi afa síns, sagði hún við Renee: „Ég held að ég hafi bara skáldað
þetta upp til að fá athygli.“ Renee Fredrickson, Repressed Memories, bls. 87.
82 Sjá í þessu samhengi bók Meredith Maran, My Lie. Maran ásakaði föður sinn um
kynferðislega misnotkun á grundvelli endurheimtra minninga en dró ásökunina
síðar til baka. Sjá einnig Mark Pendergrast, Victims of Memory, bls. 321–360.
83 Sjá t.d. Meredith Maran, My Lie, bls. 233–249. Sjá einnig Mark Pendergrast,
Victims of Memory, bls. 321–360. Þar eru viðtöl við sjö einstaklinga sem dregið
hafa til baka ásakanir um kynferðislega misnotkun sem þeir byggðu upphaflega á
bældum eða endurheimtum minningum.
RóbeRt H. HaRaLdsson