Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 53
53
legur tilbúningur, víkja afar sjaldan að þessum ábyrgðarþætti.84 Aðalatriðið
virðist hafa verið að búa til góða sögu, eða góðan texta.
Það er nánast vonlaust að hrekja frumspekilega tilgátu en við getum
reynt að losa um tökin sem hún hefur á huga okkar. Markmið mitt í þessari
grein hefur verið að skoða frumspekilega tilgátu um minnið, og efni tengt
minningum. Samkvæmt þeirri tilgátu er stutt bil milli hins sanna (minn-
inga/sjálfsævisagna) og hins logna (tilbúnings/skáldskapar) en óbrúanleg
gjá á milli hugmynda/orða/minninga og raunveruleikans. Minningar eru
þá skoðaðar sem nokkurs konar skáldskapur þar sem upprifjandi fyllir inn
í frásagnarramma sem samfélagið eða hluti þess hefur léð honum. Í til-
raun minni til að leggja mat á þessa tilgátu lýsti ég dæmi af bældum eða
endurheimtum minningum þar sem tilgátan virðist sönn og spurði síðan
hvort það væri þetta sem við ættum við þegar við ræðum um minningar
og upprifjun. Svar mitt við þeirri spurningu var afdráttarlaust neikvætt.
Þessi aðferð, sem ég kenndi við Wittgenstein, svarar hins vegar ekki þeirri
spurningu hvort við ættum að endurskoða hið hversdaglega hugtak okkar
um minningar í ljósi nýrrar hugmyndafræði. Ég vek á hinn bóginn athygli
á því að hið hversdagslega hugtak um minni er að því leyti þroskaðra en
sumar nýrri póstmódernískar útgáfur að það leggur til grundvallar ábyrgð
upprifjandans gagnvart raunveruleikanum og öðrum einstaklingum.85
84 Freeman ræðir ítarlega um eitt dæmi um endurheimtar eða bældar minningar í
bók sinni Rewriting the Self. Það er saga Sylvíu Fraser sem rifjaði upp á fertugsaldri
meinta kynferðislega misnotkun sem hún átti að hafa orðið fyrir af hendi föður
síns. Fraser brást við misnotkuninni með því að kljúfa persónuleika sinn í tvennt.
Athyglisvert er að þrátt fyrir að Freeman telji sögu Fraser afar ótrúlega leggur
hann að endingu einkum frásagnarlega eða fagurfræðilega mælikvarða á sögu
hennar. Spurningarnar sem hann telur rétt að spyrja eru hvort sagan sé trúverðug,
heilsteypt, viðeigandi o.s.frv. Hvergi örlar á skilning á því að sagan varðar aðra ein-
staklinga og örlög þeirra miklu. Mark Freeman, Rewriting the Self, bls. 149–184.
85 Ég vil þakka Jóni Á. Kalmanssyni, Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, Marteini Sindra Jóns-
syni, ritrýnum Ritsins og ritstjórum gagnlegar athugasemdir sem ég tók mið af við
lokafrágang greinarinnar.
MINNINGAR SEM FÉLAGSLEGUR TILBÚNINGUR