Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 55
55
Að skrifa er (eða ætti að vera) að rifja upp það sem er, á einmitt þessu augnabliki,
að rifja upp minningar einhvers sem aldrei hefur verið, minningar um það sem
gæti horfið, verið bannað, þaggað, hunsað, muna eftir því sem er fjarlægt, óveru-
legt, skjaldbökum, maurum, ömmum, fóstrunni, fyrstu brennandi ástríðunni,
hirðingjum, þjóðum sem hrekjast smám saman í útlegð, flugi villtra anda.1
Leikrit Hélène Cixous La Ville parjure ou le Réveil des Érinyes (Svikin borg
eða Uppvakning örlaganornanna) fjallar um það hvernig viðkvæmustu
hópar samfélagsins verða fyrir grimmd og afskiptaleysi samtímans.2 Verkið
er söguleg og pólitísk greining á hinu svonefnda „blóðhneyksli“ (fr. l’affaire
du sang contaminé) sem átti sér stað í Frakklandi um miðjan níunda ára-
tug 20. aldar, en þá voru HIV-smitaðar blóðgjafir notaðar í gróðaskyni.3
1 Hélène Cixous, „Enter the Theatre“, Selected Plays of Hélène Cixous, þýð. Brian J.
Mallet, ritstj. Eric Prenowitz, London og New York: Routledge, 2004, bls. 28.
2 La Ville parjure ou le Réveil des Érinyes, París: Théâtre du Soleil, 1994. Í enskri þýð-
ingu: „The Perjured City, or the Awakening of the Furies“, Selected Plays of Hélène
Cixous, þýð. Bernadette Fort.
3 Franskir sérfræðingar vissu að blóðbirgðirnar væru smitaðar. Þrátt fyrir það var
ákveðið að nota ekki Abott-prófið sem hafði verið þróað í Bandaríkjunum til að
finna HIV-veiruna í blóði manna. Athæfi franskra lækna sem gáfu dreyrasjúkum
HIV-smitað blóð varð til þess að þúsundir urðu fyrir smiti, þar á meðal 70% allra
dreyrasjúkra í París. Þennan verknað verður að setja í víðara pólitískt samhengi, þ.e.
tilraun franskra stjórnvalda til að slá skjaldborg um heilbrigðis- og lyfjaiðnaðinn í
þeim tilgangi að koma í veg fyrir erlenda samkeppni. Með þessu opnaðist pólitískt
og efnahagslegt „athafnarými“ þar sem stjórnmálamenn, embættismenn og fyrir-
tæki í heilbrigðisgeiranum gátu misbeitt valdi sínu í gróðaskyni. Því er haldið fram
að frönsk heilbrigðisyfirvöld hafi þrjóskast við að nota sérhæfð bandarísk skim-
unarpróf til að rýra ekki þá fjárhagsvon sem fólst í franska prófinu, en það var ekki
Ritið 1/2013, bls. 55–77
irma erlingsdóttir
Af sviði fyrirgefningar
Um minningar, réttlæti og pólitík í túlkun
Hélène Cixous á „blóðhneykslinu“ í Frakklandi