Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 59
59
aldrei orðið vegna þess að það þyrfti að eiga við hér og nú, í nútíð sem fyrr
en varir, alltaf nú þegar, verður skilafrestinum eða mismuninum að bráð.16
Það væri óhugsandi, að dómi Derrida,
án skírskotunar til ábyrgðar handan allrar nútíðar, í rofi nútíðar,
gagnvart vofum þeirra sem ekki eru enn fæddir en einnig þeirra sem
eru ekki lengur meðal okkar, hvort sem þeir eru fórnarlömb stríða
eða ekki, pólitískra ofbeldisverka eða annars konar ofbeldisverka,
hreinsana á grundvelli þjóðernis, nýlendna, kyns eða öðrum grund-
velli, kapítalískrar heimsvaldastefnu eða annars konar alræðis.17
Það að vera réttlátur á sér þannig stað í „vofutíð“ (fr. moment spectral) og að
„læra að vera réttlátari felst í að læra að lifa þessa tíð í félagi og í viðskipt-
um án viðskipta við vofur“.18
Cixous notar ákallið um að „muna“ til að vekja áríðandi spurningar um
siðferði. Leikritið er tilraun til að nota minninguna og tungumálið til að
miðla upplifun af sameiginlegu áfalli.19 Þegar það var skrifað höfðu Frakkar
ekki enn tekist á við afleiðingar blóðhneykslisins. Sögulega eiga frásagnir
sem hafa verið þaggaðar niður eða ganga í berhögg við viðurkennt eða
viðtekið minni oft erfitt uppdráttar. Þetta gildir t.d. um helförina, sam-
vinnu Frakka við Þjóðverja í síðari heimsstyrjöld og borgarastyrjöldina í
Alsír. Charles de Gaulle var upphafsmaður goðsagnarinnar um almenna
þátttöku Frakka í andspyrnuhreyfingunni og hetjudáðir þeirra í baráttunni
við nasismann. Hún varð ráðandi í þjóðarminningu Frakklands frá síðari
heimsstyrjöldinni fram til áttunda áratugarins, þegar gleymsku-álögunum
um Vichy-stjórnina og voðaverk hennar var loks aflétt eða þegar þagnar-
múrinn gaf sig. Í forsetatíð Jacques Chirac gengust frönsk stjórnvöld loks
opinberlega við ábyrgð sinni vegna glæpa Vichy-stjórnarinnar og brott-
flutnings gyðinga í útrýmingarbúðir. Í framhaldinu voru börn gyðinga,
sem voru teknir af lífi í helförinni, beðin fyrirgefningar opinberlega og
þeim veitt opinber „staða“ sem „munaðarleysingjar hinna brottnumdu“ (fr.
orphélins de déportés). Í hvert skipti sem yfirvöld hafa beðist fyrirgefningar
16 Sbr. kenningar Derrida um skilafrestinn (fr. différance).
17 Jacques Derrida, Spectres de Marx, bls. 15–16. Skáletranir eru úr frumtexta.
18 Sama rit, bls. 15.
19 Susannah Radstone og Bill Schwarz, „Introduction: Mapping Memory”, Memory:
Histories, Theories, Debates, ritstj. Radstone og Schwarz, New York: Fordham
University Press, 2010, bls. 1–9, hér bls. 3.
AF SVIðI FYRIRGEFNINGAR