Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 61
61
í augu við minninguna um Frakkland sem nýlenduveldi og um þátt þess
í Alsírstríðinu. Á sama hátt voru þeir sennilega ekki undir það búnir að
takast á við blóðhneykslið, í það minnsta ekki eins og það var sett fram í
Sviknu borginni. Óþægileg þekking, sem varðar þjóðarskömm, leiðir oft til
gleymsku og bælingar. En slíkir atburðir geyma oft í sér framtíðarbergmál
sem er svo komið fyrir í fortíðinni eins og tímasprengjum.24 Minnið um
helförina, sem hefur verið ráðandi frásögn af síðari heimsstyrjöld síðustu
áratugi, er gott dæmi þess.
Stjórnmál réttlætis
Cixous notar blóðhneykslið til að efna til leikrænna réttarhalda í Svikinni
borg. Leikritið er drifið áfram af sorg móður sem hefur misst tvo dreyra-
sjúka syni sína, Daniel og Benjamin, vegna þess að þeim var gefið HIV-
smitað blóð. Móðirin vill ná fram réttlæti, deila reynslu sinni og koma
þannig í veg fyrir þöggun glæpsins. Í augum móðurinnar er gleymska ekki
valkostur. Í leikritinu ná angistaróp hennar og ákall um réttlæti eyrum
leikskáldsins Æskílosar og gyðjunnar Nætur (bæði eru persónur í leikrit-
inu) sem síðan vekja upp fornar örlagagyðjur – fúríur – hefndargyðjur sem
rísa úr fimm þúsund ára löngum dvala í iðrum jarðar eða frá því að Aþenu
tókst að sætta þær undir lok þríleiksins um Órestes.
Eins og Maurice Halbwachs hefur áréttað eru tilfinningahlaðnar minn-
ingar í raun alltaf endurheimtar út frá sameiginlegum viðmiðum.25 Sviknu
borgina er unnt að lesa sem eins konar sannleiksskýrslu, pólitískt inngrip
og framlag til umræðunnar í samtímanum um „uppbyggilega réttvísi“ og
„endurgjaldsréttvísi“ (e. retributive justice). Með það að markmiði „að ná
sáttum“ við fortíðina setur Cixous fyrirgefninguna fram sem leið til að
takast á við stórfellda glæpi, en leggur einnig áherslu á mikilvægi þess að
skapa almennt rými þar sem tilfinningunum er veitt útrás (kaþarsis).26
Þannig á að afhjúpa óréttlæti ríkjandi siðferðis sem tekur ávallt málstað
hins sterka, en hunsar hinn veika. Í tímans rás hafa ríki notast við nokkrar
leiðir til að glíma við „fortíðarvanda“: réttarhöld yfir stríðsglæpamönnum,
eins og í Nürnberg og yfir Adolf Eichmann; sannleiks- og sáttanefndir,
from Weimar to Hitler“, Memory: Histories, Theories, Debates, bls. 123–135, hér
bls. 128.
24 Sama rit, bls. 129.
25 Erika Apfelbaum, „Halbwachs and the Social Properties of Memory“, bls. 87.
26 Susan Ayres, „Hélène Cixous’s The Perjured City: Nonprosecution Alternatives to
Collective Violence“, New York City Law Review, 9:1/2005, bls. 1–30, hér bls. 1.
AF SVIðI FYRIRGEFNINGAR