Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 62

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 62
62 eins og í Suður-Afríku í kjölfar aðskilnaðarstefnunnar og mannorðsbætur, hreinsanir eða miskabætur, eins og voru notaðar í Austur-Evrópu eftir fall kommúnismans. Í leikritinu vísar Cixous leynt og ljóst í helförina, glæpi Vichy- stjórnarinnar og aðra atburði tengda stríðsrekstri. Tilgangurinn er að afhjúpa afneitun gerenda á ábyrgð sinni. Það sem sem hvatti Mnouchkine og Cixous til að velja blóðhneykslið sem nokkurs konar endurvarp á eldri og víðtækari sögu, var ekki eingöngu að stjórnmála- og réttarkerfum hafði ekki tekist að leysa úr málefnum þolenda; það hafði ekki síður áhrif á þær að þessi kerfi voru sjálf ekki saklaus heldur áttu beina aðild að sam- særinu. Eins og blóðhneykslið snerist Bosníustríðið um blóð, morð og útilokun. Afskiptaleysi hins svonefnda „alþjóðasamfélags“ varð til þess að stríðsglæpamenn nutu svo mikillar friðhelgi að „griðasvæði Sameinuðu þjóðanna“ í Bosníu varð þeim skálkaskjól og gaf þeim tilefni til að fremja þjóðarmorð í Srebrenica. Út frá þessu er hægt að lesa Sviknu borgina sem fordæmingu á hjásetu og deyfð hvarvetna. Með orðum kórsins í leikritinu: Samviska Evrópu særðist alvarlega fyrir fimmtíu árum. Það vita allir. Síðan þá hefur samviskan gjörsamlega horfið okkur. Síðan þá ljúga allir, svíkja allir, ljúga að sjálfum sér, eru sviknir fram og aftur og jafnmikið. Allt hefur orðið svikunum að bráð. (130) Cixous lýsir andrúmslofti kæruleysis og spillingar á hæstu stöðum og held- ur því fram að vestrænt siðferði og þau lög sem ætlað er að styðja við það séu ekki fær um að höndla réttlæti. Í umræðum um Sviknu borgina kemst hún þannig að orði: „Lagalegt réttlæti er ekki óskaréttlætið heldur löglegt óréttlæti“27 og í innganginum að þýðingu sinni á Hollvættum Æskílosar, skrifar hún: „Réttarkerfið hefur það hlutverk að gera óréttlætið þolanlegt […] Því er ekki ætlað að vera réttlátt. Réttarkerfið snýst um árangursríka stjórnsýslu Óréttlætis.“28 Í leikritinu er því lýst hvernig þessi óréttláta skipan hlutanna hefur þróast sögulega allt frá því að fúríurnar voru jarð- aðar í Hollvættunum. 27 Bernedette Fort, „Theater, History, Ethics: An Interview with Hélène Cixous on The Perjured City, or the Awakening of the Furies“, New Literary History, 28:3/1997, bls. 425–456, hér bls. 442. 28 Hélène Cixous, „Le coup“ (inngangur), Les Euménides, þýð: Hélène Cixous, París: Le Théâtre du Soleil, 1994, bls. 8. IRMA ERLINGSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.