Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 64
64
ógna borgríkinu: „Konur voru aldrei jafn útilokaðar frá borginni og þegar
þær voru mæður,“ skrifar Loraux.34 Æskílos, sem er persóna í Svikinni
borg jafnframt því að vera skáld og minningavörður, segir við Nótt (sem er
einnig persóna í verkinu og móðir hollvættanna): „Þessi móðir er það eina
sem er eftir“ (31). Hún er það sem er eftir af lífi, sannleika og von og gerir
vitnisburðinn mögulegan. Það þarf eitthvað, jafnvel þótt það sé „næstum
ekkert“, til að veita gleymskunni andspyrnu. Án þess er missirinn óaftur-
kræfur, eins og Jacques Derrida skrifar í greiningu sinni á ljóðum Pauls
Celan um helförina og með vísan í skrif Vladimirs Jankélévitch um sama
efni.35
Móðirin er ekki aðeins tákn fyrir útópíska leit að réttlæti heldur einnig
andspyrnu gegn borgríkinu/ríkisvaldinu sem ber ábyrgð á ranglæti. Með
því að staðsetja mótmæli sín utan viðurkenndra marka almenningsrým-
is, í kirkjugarði, velur hún vettvang útlegðar og minninga. Þar er undir-
málsfólk saman komið og tímalausa skáldið Æskílos er umsjónarmaður
rýmisins. Hvorki konungurinn né leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Forzza,
geta virt hana að vettugi vegna þess að blóðhneykslið hefur skekið hina
pólitísku skipan – rétt fyrir kosningar. Það sama á við um læknana sem ótt-
ast áhrif hennar á almenningsálitið og dómstólana. Líkt og dómstólarnir
höfðu gert áður, þegar blæðararnir og fjölskyldur þeirra fóru í mál við
læknana, gera lögmennirnir sér far um að kaupa þögn móðurinnar en án
þess að gangast við sekt skjólstæðinga sinna:
Ég bý að mikilli reynslu – ég veit hvað sorgin kostar. Og þekki
verðið á góðum sáttum. Við erum tilbúnir að veita mjög rausnarlega
huggun, hugga mjög, mjög rausnarlega. Manneskju sem við höfum
lært að virða. (21)
Hin táknfræðilega vídd bóta felur yfirleitt í sér beina eða óbeina við-
urkenningu á misgjörð eða fyrir að hafa látið eitthvað ógert eða gert
meira og þannig aukið á illvirkið. Þetta merkir viðurkenningu á ábyrgð,
á djúpstæðri eftirsjá og felur í sér loforð um að endurtaka ekki óhæfuna.36
Læknarnir þverneita hins vegar að láta nokkuð af þessum toga eftir sem
hluta bótanna.
34 Sama rit, bls. 99.
35 Jacques Derrida, Schibboleth pour Paul Celan, París: Galilée, 1986, bls. 66–67.
36 Sbr. Martha Minow, Between Vengeance and Forgiveness: Facing History after Genocide
and Mass Violence, Boston: Beacon Press, 1998, bls. 112.
IRMA ERLINGSDÓTTIR