Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 65
65
Leikhúsið sem dómsalur
Auk þess að vera ógn við læknana er móðirin þyrnir í augum stjórnmála-
stéttarinnar, ekki síst vegna þess að hún hefur gengið í flokk með „úti-
legumönnum“. Til þess að grafa undan móðurinni saka þeir hana um að
umbreyta sorg sinni í hefnd. Þeir koma af stað sögusögnum um að hún ýti
undir neðanjarðarstarfsemi og ofbeldi. Móðirin sé hættuleg, vitfirrt kona
sem ógni feðraveldinu sem Aþena hafði viðhaldið með fyrsta úrskurði
sínum. Þeir ásaka hana um að „tæta í sig hold og hafa staðið að óþolandi
eyðileggingu karlmennskunnar“, því að konur séu „færar um að magna
upp hvað sem er þegar sorgin kemur þeim í uppnám“ (24). Hún hefur
skapað það sem þeir kalla „baneitrað smit“ í „hinum glæsilega og forna
konungdómi“ (26). Þeir eru fastir í feðraveldishugsun sinni og sannfærðir
um að það sé alltaf hægt að bera fé á konur. Jafnvel þótt þeir segi móð-
urina yfirstíga mörk laga og sorgar eru þeir vissir um að hún muni taka við
skilyrtum skaðabótum og fallast á að gleyma „vegna þess að það er besta
lausnin“ (27). Móðirin tekur það vitaskuld ekki í mál og fyrirlítur tilraunir
lögmanna til að grafa undan stöðu hennar með því að stimpla hana sam-
félagslega hættulega og efast um sorg hennar:
Þeir eru þá hræddir við þessa örþreyttu, tættu konu?
Og hvað með þessa sögusögn um andspyrnufylgsnið? Halda þeir að
ég sé ein míns liðs heill her?
Ég, svo smá, svo þreytt, svo rúin fyrri kröftum,
sáu þeir ekki í réttarhöldunum að það var ég sem varð undir?
Fyrir æruna hef ég misst blóð og þrótt […]
Hef öllu eytt, öllu brennt til að standa skil á lausnargjaldi sannleikans
en hann hefur ekki gert vart við sig. (31–32)
Móðirin neitar að taka við því sem hún telur vera blóðpeninga. Þeir vilja
„veita mér gullgjöf til að blanda heiguls sál sinni við bráðinn málm minn“
(33). Ákvörðun hennar vekur upp víðtækari réttlætisspurningar, enda
er ekki hægt að réttlæta miskabætur ef þær eru settar fram á forsendum
gerandans. Það sama á við um það álit lögmannanna, sem Æskílos tekur
undir, að móðirin grafi undan friði í samfélaginu ef hún þiggur ekki bæt-
urnar. Með slíkum málflutningi er verið að velta ábyrgðinni á pólitískum
stöðugleika yfir á fórnarlömbin en ekki þá seku.
Það sem hvorki lögmennirnir né Æskílos skilja er að móðirin er ekki
drifin áfram af stjórnlausri hefndarþörf. Hún gerir það ljóst að hún vilji
AF SVIðI FYRIRGEFNINGAR