Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 67
67
Þetta orð verð ég að heyra
eitt einstætt, en almáttugt orð,
… Orð sem getur truflað morð.
„Fyrirgefðu“.
Þetta orð vil ég heyra mælt
frá þessum vörum hérna og þessum vörum þarna. (119)
Þetta er leið hennar til að ná fram persónulegum og samfélagslegum friði.
Hún heldur því fram að orðið muni leiða þrautagöngu hennar til enda,
stuðla að lyktum og leiða fram miskunn, sem „þurrki út glæpi og hatur“
án þess þó að þeir falli í gleymsku (120). Bónin veltur á því að viðkom-
andi viðurkenni beint eða óbeint sekt sína og skilur vald fyrirgefningar
eftir í höndum fórnarlambanna. Draumastaðan fyrir alla viðkomandi, eins
og Jean Hampton hefur bent á, er jöfn virðing allra.37 Með því að veita
miskabætur leiðréttir samfélagið fölsk skilaboð gerandans um að þoland-
inn sé minna virði eða ekki eins mikilvægur og sá sem beitti ranglætinu.
En réttarbótum verður einnig að setja mörk vegna þess að annars gætu
þær stuðlað að nýjum banvænum átökum. Eins og Desmond Tutu færði
rök fyrir, þegar hann ræddi um suðurafrísku sannleiks- og sáttanefndina
(e. Truth and Reconciliation Commission), felst samfélagssátt í að endur-
byggja brotin tengsl mannorða fórnarlambs og geranda, sem ættu að eiga
möguleika á því að vera tekin inn í samfélagið á nýjan leik.38
Í sögunni hefur fórnarlömbum glæpa sjaldan verið boðið upp á slíkan
samræðustað vegna þess að fáir vilja hlusta á frásagnir af þeim hörmungum
sem þeir hafa þurft að þola. Stríðsglæparéttarhöld eftir síðari heimsstyrj-
öld beindust gegn stríðsglæpamönnum og áherslan var á gerendurna, jafn-
vel þótt réttarhöldin hafi snúist um „endurgjaldsréttlæti“. Réttarhöldin
yfir Eichmann í upphafi sjöunda áratugarins voru undantekning vegna
þess að þau voru að mestu byggð á röddum og vitnisburði fórnarlamba.
Hannah Arendt hélt því fram að réttarhöldin hefðu átt að snúast um Adolf
Eichmann og glæpi hans en ekki um þjáningar þolenda.39 Aðrir, eins og
37 Sjá Jean Hampton, „The Retributive Idea“, Forgiveness and Mercy, ritstj. Jeffrie
G. Murphy og Jean Hampton, Cambridge: Cambridge University Press, 1988,
bls. 138–145; sjá einnig Martha Minow, Between Vengeance and Forgiveness: Facing
History after Genocide and Mass Violence, bls. 12.
38 Susan Ayres, „Hélène Cixous’s The Perjured City: Nonprosecution Alternatives
to Collective Violence“, bls. 13.
39 Marianne Hirsch og Leo Spitzer, „The Witness in the Archive: Holocaust Studies/
Memory Studies“, Memory: Histories, Theories, Debates, bls. 319–405, hér bls. 391.
AF SVIðI FYRIRGEFNINGAR