Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 70
70
svo á að þessar tvær skipanir séu gagnvirkar á mótsagnakenndan hátt: Þær
séu ósmættanlegar hvor gagnvart hinni og í raun óleysanlegar. Réttmætur
pólitískur gjörningur þarf að taka hvort tveggja með í reikninginn.47
Þetta merkir að fyrirgefning ætti ekki að vera eðlileg eða venjubundin.
Fyrirgefningin verður alltaf að vera algjör undantekning frammi fyrir hinu
ómögulega. Ef unnt er að „að fyrirgefa það sem virðist ófyrirgefanlegt“48
þá hverfur nauðsyn fyrirgefningarinnar. Það sem Derrida á við er að á 20.
öldinni voru ekki eingöngu framdir hryllilegir glæpir heldur urðu þeir
einnig sýnilegir, þekktir og skjalfærðir í „altæka samvitund“ okkar. Slíkir
glæpir hafa verið framdir með svo taumlausum hætti að þeir eru óskiljan-
legir út frá fyrri viðmiðum um mannlegt réttlæti. Því virkjast ákallið um
fyrirgefningu aftur og af auknum þunga. Að dómi Derrida er vandinn við
skilyrta fyrirgefningu sá að hún gerir ráð fyrir að sá sem er fyrirgefið hafi
þegar iðrast og að þessi einstaklingur sé ekki sá sami og framdi glæpinn.
Þetta vandamál stendur í vegi fyrir því að unnt sé að fyrirgefa glæpinn
og benda á hinn seka og vegna þessa verður réttlætið að vera í sífelldri
sáttamiðlun í átökunum milli skilyrðislausrar og skilyrðisbundinnar fyrir-
gefningar. Þetta er réttlæti sem verður ætíð „að vera að gerast“ án þess „að
verða“ endanlega (sbr. hugtak Derrida um verðandi réttlæti, fr. justice à
venir).49
Andmæla má þeirri greiningu Ayres á leikriti Cixous að í því komi fram
eindreginn stuðningur við „uppbyggilega réttvísi“ og sér í lagi skilyrð-
islausa fyrirgefningu. Með því að fara fram á fyrirgefningarbeiðni getur
„orðið“, sem móðirin óskar eftir, gefið í skyn viðurkenningu á sekt. En
móðirin fer ekki fram á formlega afsökun sem jafnan er undanfari fyrir-
gefningar, jafnvel þótt hún sé ekki háð því. Eftirsjá og iðrun eru yfirleitt
nauðsynlegir fylgifiskar afsökunar. Eins og Nicholas Tavuchis hefur bent
á, „þá felur afsökun (afsökunarbeiðni) í sér sjálfviljuga yfirlýsingu um að
maður hafi enga afsökun, vörn, réttlætingu né útskýringu á gjörð eða
broti, eða einhverju sem hefði mátt vera látið ógert“.50 Þrátt fyrir það
getur afsökun, hversu einlæg sem hún er, ekki afturkallað það sem var
47 Jacques Derrida, „Le siècle et le pardon“, Le Monde des Débats, desember 1999.
Á ensku: Jacques Derrida, Cosmopolitanism and Forgiveness, þýð: Mark Dooley og
Michael Hughes, London og New York: Routledge, 2001.
48 Sama rit.
49 Sbr. til dæmis upphaf bókarinnar Spectres de Marx eftir Jacques Derrida.
50 Nicholas Tavuchis, Mea Culpa. A Sociology of Apology and Reconciliation, Stanford:
Stanford University Press, 1993, bls. 17.
IRMA ERLINGSDÓTTIR