Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 72
72
Segjum við orðið,
skal ég segja ykkur hvað kemur í kjölfarið:
Við verðum settir í varðhald,
varpað í dýflissu, dregnir fyrir dómstóla,
fundnir sekir, dæmdir til dauða.
Vegna þess að með því að mæla þetta orð værum við að játa glæp-
samlegt athæfi.
Konan biður um orð sem fordæmir!
Þetta er djöfulleg gildra. (121)
„Uppbyggileg réttvísi“ býr yfir lagalegu gangvirki til að glíma við for-
tíðarvanda í krafti sannleiksleitar, ábyrgðar, fyrirgefningar, útrásar og
sátta. Slíkt gangvirki þarf hins vegar ekki að vera réttlátt því að það er
bundið þeirri forsendu að koma á pólitískum stöðugleika eftir samfélags-
áföll. Sáttaferlið kemur því oft sakborningi til góða á kostnað þolenda. Í
Suður-Afríku trúði Desmond Tutu því að „endurgjaldsréttvísi“ hentaði illa
á tímum umbreytingarferlis frá aðskilnaðarstefnu. Meira máli skipti að ná
sátt um stjórnarskipti milli svarta meirihlutans og hvíta minnihlutans.53
Slíkar samfélagsaðstæður áttu ekki við í Frakklandi á tíunda áratugnum
eða í mörgum öðrum löndum sem hafa þurft að horfast í augu við myrka
þætti í sögu sinni. Í Svikinni borg vísar Cixous ekki til pólitískra hindrana.
Sannleiks- og sáttanefndin í Suður-Afríku skapaði opinbert rými fyrir þol-
endur til að tjá sig og gangvirki til að veita sakaruppgjöf fyrir sakborninga
sem viðurkenndu opinberlega og heiðarlega þátt sinn í pólitísku ofbeldi.
Hins vegar fólst sú leið ekki í því að uppfylla kröfu um afsökun eða fyr-
irgefningu, líkt og Martha Minow hefur bent á. Leikhúsgjörð af þessu tagi
sem á sér stað í almennu rými, segir hún, getur haft í för með sér heilandi
útrás fyrir fórnarlömb og samfélagið.54 Þetta kemur greinilega fram í leik-
riti Cixous með sviðsetningu réttarhaldanna í kirkjugarði. Sannleiks- og
sáttanefndin í Suður-Afríku komst þó aldrei undan þeirri hugmynd að hún
væri að færa ríkisvaldinu, ekki fórnarlömbunum, það vald að gera upp sakir
við fortíðina og veita gerendum sakaruppgjöf í skiptum fyrir játningu. Slík
sakaruppgjöf fól ekki í sér fyrirgefningu. Cixous er augljóslega sammála
Derrida um að ríkisvaldið geti aldrei veitt fyrirgefningu. Þolandinn sé
sá eini sem sé fær um það, þar sem tillaga móðurinnar um fyrirgefningu
53 Martha Minow, Between Vengeance and Forgiveness: Facing History after Genocide and
Mass Violence, bls. 3.
54 Sama rit, bls. 61.
IRMA ERLINGSDÓTTIR