Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 75
75
að flýja yfir landamærin til Vestur-Berlínar eða Vestur-Þýskalands. Í leik-
ritinu eru læknarnir reiðubúnir að láta frá sér sjálfsákvörðunarrétt og líta
á sig sem dygga þjóna hins pólitíska valds til að bjarga eigin skinni. Eins
og annar þeirra orðar það: „Hefði ríkið aðeins tjáð vilja sinn, hefðum við
hlýtt“ (125).
Lokaorð
Svikin borg er beitt gagnrýni á gallaða samfélagsskipan – framkvæmd lýð-
ræðis í sögulegu og samtímalegu samhengi. Lykilmyndhverfing leikritsins
snýst um „hreinleika“ blóðsins og þjóðarinnar og þá spillingu sem hvort
tveggja nærir í einstaklingnum og samfélaginu. Lýsing Cixous á því hvernig
valdi er beitt í kerfi þar sem einkahagir eru teknir fram yfir almennings-
heill gerir ríkið að undanþágunni sem sannar regluna. Afbrot læknanna eru
sjúkdómseinkenni kerfis sem hefur beðið skipbrot. Leikritið sýnir afleið-
ingar þess þegar valdahópar og stofnanir afsala sér siðferðis legri ábyrgð.
Cixous lítur á það sem höfuðskyldu að sýna minningum ábyrgð, þar sem
slík gjörð er andstæða borgaralegs doða og endurtekningar ofbeldis, blóðs-
úthellinga og þjóðernishreinsana.
Þannig má túlka leikritið sem pólitískt framlag til samtímaumræðunnar
um „uppbyggjandi réttvísi“ og „endurgjaldsréttvísi“, ekki síst um hlut-
verk fyrirgefningarinnar í glímunni við fortíðarvanda og samfélagssættir.
Þrátt fyrir yfirskilvitleg endalok leikritsins (því lýkur í heimi hinna dauðu)
býður Svikna borgin engar lausnir til að leysa kerfislæg vandamál. En með
því að sviðsetja leikritið eins og um réttarhöld sé að ræða leggur Cixous
til almennan umræðustað þar sem þolendur geta sagt sögu sína. Torgið
verður þannig forsenda réttlætis, þar sem þolandinn, sem fær ekki áheyrn í
„húsi réttlætisins“, getur tjáð reiði sína og sorg. Hér er um að ræða tilraun
til gefa fórnarlambinu rödd, ekki aðeins gerandanum. En þar sem bón
þolandans um fyrirgefningu án afsökunar er hafnað eru engar málalyktir í
boði í leikritinu.
Beiðni móðurinnar hvílir bæði á viðurkenningu afbrotamanna, þar sem
vald fyrirgefningarinnar er í höndum þolenda, og þeirri hugmynd að hegn-
ing hafi sínar takmarkanir vegna þess að hún felur í sér fræ nýrra átaka og
hörmunga. Sem umbreytandi regluverk veltur fyrirgefning á handriti sem
hinn seki og saklausi deila með sér. En eins og hér hefur verið haldið
fram betrumbætir náðun ekki alla afbrotamenn. Með því að gera iðrun að
AF SVIðI FYRIRGEFNINGAR