Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 79
79
Ritið 1/2013, bls. 79–100
„Jafnvel eftir að ég dó fannst mér
erfitt að hætta að vera til.“
(Goethe í samtali við Hemingway)1
Á ársfundi Seðlabankans í lok mars 2012 tilkynnti Már Guðmundsson
seðlabankastjóri að bankinn hefði, með hliðsjón af verðlagsþróun og auknu
seðlamagni í umferð, hafið undirbúning að útgáfu tíu þúsund króna seðils.
Hann sagði jafnframt að útlit seðilsins yrði „í svipuðum stíl og þeirra sem
fyrir eru og myndefnið tengist Jónasi Hallgrímssyni en seðillinn skartar
einnig lóunni“.2 Í ágústmánuði birti Tryggvi Gíslason fyrrverandi skóla-
meistari Menntaskólans á Akureyri blaðagrein undir titlinum „Ekki er öll
vitleysan eins“ til að mótmæla þessum áformum. Gerði hann athugasemd-
ir við val á myndefni á seðilinn:
Gaman væri að vita hver fengið hefur þessa fráleitu hugmynd og
hvers Jónas Hallgrímsson á að gjalda. Jónas Hallgrímsson, einn
fyrsti menntaði náttúrufræðingur Íslendinga og fyrsta íslenska
nútímaskáldið, ástmögur þjóðarinnar, listaskáldið góða, tengd-
ist í lífi sínu og starfi ekki peningum – heldur öðrum verðmætum
1 Milan Kundera, Ódauðleikinn, þýð. Friðrik Rafnsson, Reykjavík: Mál og menning,
1990, bls. 196. Mig langar að þakka Hauki Yngvarssyni, Marteini Sindra Jóns-
syni, Sveini Yngva Egilssyni og yfirlesurum Ritsins fyrir margháttaðar gagnlegar
athugasemdir við þessa grein meðan hún var í smíðum.
2 Már Guðmundsson, „Ræða Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Flutt á 51.
ársfundi Seðlabanka Íslands, 29. mars 2012“, Seðlabanki Íslands, vefslóð: http://
sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=9508, skoðað 1. október 2012.
Jón Karl Helgason
Stóri ódauðleikinn
Minningarmörk, borgaraleg trúarbrögð
og bakjarlar menningarlegs minnis