Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 80
80
eins og þeir vita sem eitthvað vita um Jónas Hallgrímsson. Jónas
Hallgrímsson var fátækur vísindamaður og skáld og hvernig heil-
vita mönnum kemur til hugar að tengja [hann?] myndefni á stærsta
peningaseðli lýðveldisins og þá meðal annars lóunni, er með öllu
óskiljanlegt, og hafi, ef einhver, fugl verið fuglinn hans var það
þrösturinn: „Þröstur minn góður, það er stúlkan mín.“ Fyrir hönd
Jónasar Hallgrímssonar krefst ég lögbanns á útgáfu tíu þúsund
króna peningaseðils Seðlabankans.3
Athyglisvert er hvernig Tryggvi lítur á peninga sem andhverfu þeirra
gilda sem hann telur Jónas fulltrúa fyrir og gagnrýnir jafnframt þann bók-
menntaskilning sem fram kemur í vali Seðlabankans á lóunni á seðilinn.
Tryggvi var ekki fyrstur til að fetta fingur út í hönnunina á tíu þús-
und krónunum. Þremur dögum eftir ársfund Seðlabankans, sunnudag-
inn 1. apríl, efndi fréttavefurinn mbl.is til könnunar meðal lesenda um
hvaða einstaklingur þeir teldu að ætti að prýða nýja seðilinn. Var sagt
að Seðlabankanum yrðu afhentar niðurstöðurnar þegar þær lægju fyrir.4
Hér var um að ræða aprílgabb sem var þannig úr garði gert að engu skipti
hvaða einstakling lesendur völdu, „þeir fengu alltaf þau skilaboð að þeir
hefðu valið Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóra og nú ritstjóra
Morgunblaðsins“, eins og sagði í frétt á vefnum í lok þessa dags.5 Þar
kom einnig fram að 26.000 manns hefðu hlaupið þarna apríl og að Vigdís
Finnbogadóttir hefði fengið flest atkvæði, Halldór Laxness komið næstur
en síðan þau Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Jónas Hallgrímsson, Davíð Oddsson,
Steinn Steinarr, Ólafur Ragnar Grímsson og Hannes Hafstein.
Í síðari hluta mánaðarins blandaði Hannes Pétursson skáld sér líka
í umræðuna með blaðagreininni „Bólguseðill“. Hann lýsti meðal ann-
ars þeim áhrifum sem verðlagsþróun hefði haft á seðlaútgáfu hér á landi
á liðnum áratugum: „Jón forseti, Brynjólfur biskup Sveinsson, Hannes
Hafstein, Einar Benediktsson og enn fleiri urðu í áranna rás að litlum
körlum hver á sínum seðli, í fullu samræmi við snúningshraða verðbólgu-
hjólsins.“ Í stað þess að láta Jónas „tákngera horbjúg íslenzku krónunnar“
3 Tryggvi Gíslason, „Ekki er öll vitleysan eins“, Fréttablaðið 14. ágúst 2012, bls. 17.
4 „Hver á að prýða peningaseðilinn?“, mbl.is 1. apríl 2012, vefslóð: http://www.
mbl.is/frettir/innlent/2012/04/01/hver_a_ad_pryda_peningasedilinn/, skoðað 2.
október 2012.
5 „Vildu Vigdísi en fengu Davíð“, mbl.is 1. apríl 2012, vefslóð: http://www.mbl.
is/frettir/innlent/2012/04/01/vildu_vigdisi_en_fengu_david/, skoðað 2. október
2012.
Jón KaRL HeLGason