Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 81
81
taldi hann nær að hafa á seðlinum „mynd af einhverjum sem naut ekki
mikils álits út á við í lífinu fremur en íslenzka krónan um þessar mundir.
[...] Mér myndi lítast vel á Sæfinn á sextán skóm. Hann safnaði hlunkum
og smáeyringum og geymdi þá haganlega.“ Skotspónn Hannesar var samt
ekki bara Seðlabankinn eða aðrir sem borið hafa ábyrgð á rýrnun krón-
unnar til þessa heldur einnig andstæðingar upptöku evru hér á landi. Um
það vitna lokaorð greinarinnar:
„Íslenzka leiðin“ er svo markverð að til greina kæmi að hafa nýja
bólguseðilinn tvískiptan: á annarri hlið hans væri vísað til innlendrar
krónu, á hinni til aflandskrónu. Og vegna þess að engir standa trygg-
ari vörð en Heimssýnarmenn um fullveldisrétt verðbólgudraugsins
þætti mér einsýnt að velja mynd af formanni þeirra samtaka á seð-
ilinn, ef tekið yrði til þessara bragða. Að vísu kæmi þá upp álitamál
um það á hvorri hliðinni Ásmundur úr Dölum ætti að vera og á
hvorri Sæfinnur.6
Í máli Hannesar kom jafnframt fram að vorboði Jónasar hefði verið þröst-
ur en ekki lóa, án þess að hann gerði sér sérstakan mat úr því.
Ef höfð er í huga stefnan sem mörkuð var við hönnun nýrrar seðla-
raðar Seðlabankans um og eftir 1980 ætti valið á Jónasi Hallgrímssyni
ekki að koma neinum verulega á óvart. Á þeim tíma var ákveðið að gera
bókmenntaarfinn að táknrænum gullfæti íslensku krónunnar.7 Þó að skil-
greiningin á þessum gullfæti hafi smám saman verið víkkuð út og feli nú
einnig í sér tilvísanir til byggingarlistar, handverks, myndlistar og nátt-
úru þá má ætla að með valinu á Jónasi hafi Seðlabankinn viljað bæta fyrir
það að elstu seðlarnir í röðinni, sem höfðu að geyma bókmenntalegar
tilvísanir til Arngríms Jónssonar lærða (10 kr.), Guðbrands Þorlákssonar
(50 kr.) og Árna Magnússonar (100 kr.), hafi smátt og smátt verið teknir
úr umferð. Í ljósi þessa virðist umræðan um Jónasarseðilinn vera létt-
vægur hluti af pólitísku þrasi samtímans. Vorið 2009 steypti ríkisstjórn
Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna Davíð Oddssyni af stóli seðla-
bankastjóra og fékk seinna Má Guðmundsson í það starf. Haustið 2009 var
Davíð ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins (og þar með mbl.is) en á þeim vett-
6 Hannes Pétursson, „Bólguseðill“, Fréttablaðið 19. apríl 2012, bls. 25.
7 Sjá Jón Karl Helgason, „Táknrænn gullfótur íslenskrar seðlaútgáfu“, Skírnir 169
(vor 1995), bls. 211–222. Greinin var endurbirt að hluta í Jón Karl Helgason,
Hetjan og höfundurinn. Brot úr íslenskri menningarsögu, Reykjavík: Heimskringla,
1998, bls. 197–207.
STÓRI ÓDAUðLEIKINN