Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 84
84
en þær geta einnig tengst persónulegum munum, svo sem ættargripum og
fjölskyldumyndum. Á tíunda áratug aldarinnar þróuðu Assmann-hjónin
hugmyndir Halbwachs frekar. Þau bentu á að þar sem erfitt væri að gera
greinarmun á einstaklingsminni og sameiginlegu minni – það fyrrnefnda
væri „alltaf að miklu leyti félagslegt, rétt eins og tungumálið og almenn
meðvitund“ – væri skýrara að nota hugtakið miðlanlegt minni „til að lýsa
þeim félagslega þætti einstaklingsminnis sem Halbwachs bar kennsl á“.17
Í framhaldi þróuðu þau kenningar sínar um menningarlegt minni sem hafa
meðal annars haft áhrif á rannsóknir í sagnfræði, mannfræði og menn-
ingarfræði.
Samkvæmt Jan Assmann hefur miðlanlegt minni takmarkaðan sjón-
deildarhring sem þó er á stöðugri hreyfingu. Með hliðsjón af rannsóknum
á munnlegri sögu má ætla að slíkt minni nái í mesta lagi 80 til 100 ár aftur
á hverjum tíma. Sjóndeildarhringurinn stækkar verulega þegar hugað er
að þeim viðburðum fortíðar sem hafa orðið uppspretta þess sem Assmann
kallar minningarmörk (e. figures of memory) og á þá meðal annars við „texta,
helgisiði, byggingar, minnismerki, borgir eða jafnvel landslag“.18 Slíkir
viðburðir geta varðveist í menningarlegu minni mannkynsins svo hundr-
uðum og jafnvel þúsundum ára skiptir. Höfuðástæða þess að Assmann-
hjónin taka hér hið umdeilda hugtak minni fram yfir önnur hugtök, svo
sem sögu, goðsagnir og hefð, er sú að áhugi þeirra beinist sérstaklega að
virkni fortíðarinnar í samtímanum.19 Þau halda því fram að menningarlegt
minni þjóni áþekku hlutverki fyrir sjálfsmynd tiltekins hóps og miðlanlegt
minni leikur fyrir okkur sem einstaklinga.20 Hvort sem minningarmörkin
tilheyra héruðum, borgum, þjóðum eða trúarlegum söfnuðum, eru þau til
þess fallin að móta huga okkar með hliðstæðum hætti og gripur sem við
höfum fengið að erfðum. Í sameiningu, skrifar Jan Assmann, mynda þau
17 Jan Assmann, Religion and Cultural Memory. Ten Studies, þýð. Rodney Livingstone,
Stanford, Kaliforníu: Stanford University Press, 2006, bls. 3.
18 Jan Assmann, „Collective Memory and Cultural Identity“, þýð. John Czaplicka,
New German Critique 65 (vor-sumar 1995), bls. 125–133, hér bls. 128. Um er að
ræða þýðingu á inngangskafla bókar Assmanns, Kultur und Gedächtnis, Frankfurt am
Main: Suhrkamp, 1988, bls. 9–19. Hugtakið hefur áþekka merkingu hjá Assmann
og hið þekkta hugtak franska sagnfræðingsins Pierre Nora: kennileiti minninga
(fr. lieux de mémoire). Sjá Jan Assmann, Religion and Cultural Memory, bls. 8–9.
19 Ágætt yfirlit um þá gagnrýni sem komið hefur fram á minnishugtakið hjá Halb-
wachs og Assmann-hjónunum má finna í Wulf Kansteiner, „Finding Meaning in
Memory: A Methodological Critique of Collective Memory Studies“, History and
Theory 41 (maí 2002): 179–197.
20 Jan Assmann, „Collective Memory and Cultural Identity“, bls. 129.
Jón KaRL HeLGason