Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 89
89
hún vekur athygli á fjölbreyttri virkni ósýnilegra trúarbragða. Hins vegar
kann að vera flókið að flokka einstök minningarmörk niður samkvæmt
þessari skiptingu; hvor þátturinn um sig felur oftast hinn í sér. Svo tekið
sé dæmi af nýja tíu þúsund króna seðlinum má hugsanlega líta svo á að
lóunni sé ætlað að brýna fyrir okkur að hlúa að íslenskri náttúru og dýralífi
á meðan Jónas er fremur tákn Íslendingsins. En um leið felur það að vera
Íslendingur ósjálfrátt í sér að fagna komu lóunnar á vorin og leggja hana
ekki sér til munns.
Assmann víkur þessu næst að sögulegri þróun. Hann fullyrðir að fyrr
á öldum hafi menn gert glöggan greinarmun á ósýnilegum og sýnilegum
trúarbrögðum en eftir því sem stofnanir kristninnar og fleiri trúarbragða
styrktust og teygðu sig lengra inn á vettvang stjórnmála og einkalífs hafi
skilin þarna á milli orðið óljósari. Frá og með tíma Upplýsingarinnar hafi
þróunin síðan snúist við, að minnsta kosti á Vesturlöndum. Trúarleg yfir-
völd hafa smátt og smátt glatað forræði sínu yfir túlkun okkar á heiminum
og merkingu hans.
Með tilurð menningarlegra greina, svo sem frumspeki og siðfræði,
lista og bókmennta, náttúruvísinda og hugvísinda, stjórnmála og
lögfræði, og loks hagfræði, sem eiga í innbyrðis samkeppni, hefur
upprunalegur greinarmunur sýnilegra og ósýnilegra trúarbragða
aftur orðið ljósari. Veraldlegir textar öðlast ekki bara stöðu sígildra
bókmennta sem hafa áhrif á bókmenntasköpun síðari tíma, heldur
jafnvel stöðu menningarlegra texta sem móta sjálfsmynd og heims-
mynd hópsins og hegðun einstaklingsins, en það er hlutverk sem
goðsagnir og viskubókmenntir gegndu fyrr á tímum. [...] Andstætt
sýnilegum trúarbrögðum samanstanda þessi svið annars vegar af
vanhelgri vídd en þau eru hins vegar enn fær um að gegna hlutverki
staðgengilstrúarbragða og borgaralegra trúarbragða vegna þess
að hin ósýnilegu trúarbrögð geta innlimað þau [...]. Með öðrum
orðum, þá er hægt að endurmóta þau í eitthvað á borð við það sem
Egyptarnir kölluðu maat.36
Hér er gefið í skyn að höfundar vissra veraldlegra bókmennta hafi tekið við
því hlutverki sem faraóarnir léku í Egyptalandi áður fyrr. Lykilatriði er að
verk rithöfundanna verði hluti af því sem Assmann kallar hér menningar-
lega texta (e. cultural texts) en nefnir líka hefðarveldi (e. canon) annars stað-
36 Sama heimild, bls. 45.
STÓRI ÓDAUðLEIKINN