Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 90
90
ar í bók sinni. Dæmi um slíka texta úr smiðju Jónasar Hallgrímssonar eru
kvæðin „Ísland“, „Gunnarshólmi“ og „Ég bið að heilsa“ en í þeim öllum
má bæði greina staðlandi og mótandi hugmyndir sem tengjast íslensku
þjóðerni og ættjarðarást.37 Hugsanlega skýrir það hvers vegna Hannes
Pétursson og Tryggvi Gíslason fullyrða að fugl Jónasar sé þrösturinn í
sonnettunni „Ég bið að heilsa“, enda þótt skáldið hafi í öðru (en óþjóð-
legra) kvæði gert lóunni hátt undir höfði.
Hugtakið borgaraleg trúarbrögð, sem Assmann notar í tilvitnuninni,
hefur töluvert þrengri merkingu en ósýnileg trúarbrögð. Það er jafnan
rakið til bókar svissneska heimspekingsins og rithöfundarins Jean-Jacques
Rousseau, Du contrat social ou Principes du droit politique (Samfélagssáttmálinn
eða frumatriði stjórnskipunarréttar, 2004) frá árinu 1762. Þar er gerður grein-
armunur á tveimur tegundum trúarbragða: trúarbrögðum manna, „sem
takmarkast við hreina innri trú á hinn æðsta guð og að helga sig eilífum
skyldum siðferðisins“ og trúarbrögðum borgara en sú tegund „er bundin
við eitt land og sér því fyrir guðum sem eru eiginlegir verndarar þess“.38
Borgaralegu trúarbrögðin hafa þann kost að sameina „guðsdýrkun og ást á
lögum, og með því að gera föðurlandið að viðfangi dýrkunar meðal borg-
ara kennir hún þeim að þjónusta við ríkið jafngildir því að þjóna þeim guði
sem verndar það“. Þeim fylgir hins vegar sú hætta að menn „drekki sannri
guðsdýrkun í fánýtum helgiathöfnum“ og þegar verst lætur ýta þau undir
ofstæki, milliríkjadeilur og blóðsúthellingar.39 Rousseau ræðir reyndar líka
um þriðju tegundina, það sem hann kallar trúarbrögð kennimannsins, en
þau eiga við um það þegar stofnanir sýnilegra trúarbragða setja mönnum
skorður með sínum eigin lögum og skylduboðum sem eru sjálfstæð gagn-
vart lögum ríkisins og stangast jafnvel á við þau.
Meðal þeirra sem tekið hafa upp þráðinn frá Rousseau er bandaríski
félagsfræðingurinn Robert Bellah en samkvæmt honum má greina „til
hliðar við eða öllu heldur skýrt aðgreint frá kirkjunum margbrotin og
greinilega stofnanagerð borgaraleg trúarbrögð í Bandaríkjunum“.40 Þau
eru ofin inn í pólitískt líf í landinu, til að mynda innsetningu nýrra forseta í
37 Sjá m.a. Sveinn Yngvi Egilsson, „Nation and Elevation“ og Jón Karl Helgason,
Hetjan og höfundurinn, bls. 211–218.
38 Jean-Jacques Rousseau, Samfélagssáttmálinn eða frumatriði stjórnskipunarréttar, þýð.
Björn Þorsteinsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2004, bls. 240.
39 Sama heimild, bls. 241.
40 Robert Bellah, „Civil religion in America“, í Culture and Society. Contemporary
Debates, ritstj. Jeffrey C. Alexander og Steven Seidman, Cambridge: Cambridge
University Press, 1990, bls. 262–272, hér bls. 262.
Jón KaRL HeLGason