Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 92
92
Íslensk tunga er ankeri íslenskrar þjóðar, lykillinn að sjálfstæðri
menningu og þjóðerni. Íslensk tunga hefur alltaf átt undir högg að
sækja, en hún er lífseig með eindæmum og ber þannig spegilmynd-
ina af eðli þjóðarinnar og virðingu fyrir tungunni þótt stundum
pusi í þræsingum. Um þessar mundir á íslensk tunga undir högg
að sækja og rótgrónar stofnanir á Íslandi hafa meira að segja látið
sér detta í hug að setja erlenda tungu í fremstu víglínu tungutaks
Íslendinga við hlið íslenskunnar. Við slíku verður að sporna af lífs
og sálar kröftum því sjálfstæði Íslands kann að vera í húfi. Dagleg
rækt tungunnar er lífsnauðsyn. [...] Það er mikilvægt að Íslendingar
og Háskóli Íslands sýni þeim manni sem hvað fegurst hefur ritað á
íslenska tungu, Jónasi Hallgrímssyni, þá virðingu að vinna markvisst
í stíl hans og fylgja eftir til komandi kynslóða þeim blæ íslenskrar
náttúru og íslenskrar hugsunar sem hann tengdi saman í ritverkum
sínum og skáldskap. Mikilvægi Jónasar Hallgrímssonar fyrir íslenska
þjóð mælist ekki í verðbréfum heldur ómetanlegum verðmætum í
þjóðarsálinni og persónuleika Íslendinga. Þess vegna er það engin
tilviljun að Jónas Hallgrímsson býr í öllum Íslendingum. Jónas
Hallgrímsson kom sem vorvindur inn í íslenskt tungutak fyrir 200
árum og enn er vorvindurinn í loftinu, slíkt var afl skáldsins til þess
að ríma við möguleika íslenskunnar á náttúrulegum grunni hennar.
Þessi vorvindur hefur dugað okkur vel og við þurfum að tryggja
vel að hann verði staðvindur í íslensku samfélagi. [...] Enn þá andar
suðrið sæla af tungutaki Jónasar og það er mikilvægt að virkja þessa
auðlind inn í hjartslátt þjóðarinnar í starfi og leik. Einn af mörgum
möguleikum er sá spennandi kostur að Háskóli Íslands skapi rúm
um borð í móðurskipinu fyrir prófessorsembætti tengt nafni Jónasar
Hallgrímssonar, prófessorsembætti sem hefði það markmið að fylgja
íslenskunni áfram með reisn og styrkja íslenska ljóðrækt.43
Hægt er að líta á þennan texta sem einlæga borgaralega trúarjátningu. Að
umræddri þingsályktun stóðu, ásamt Árna, þau Guðni Ágústsson, Ólöf
Nordal, Björk Guðjónsdóttir, Birgir Ármannsson, Guðbjartur Hannesson,
Guðjón A. Kristjánsson, Katrín Jakobsdóttir og Karl V. Matthíasson. Sú
þverpólitíska samstaða sem náðist á löggjafarþinginu um að flytja þetta
43 Árni Johnsen, ræða með þingsályktun, umræða um prófessorsembætti kennt við
Jónas Hallgrímsson, Alþingi.clara.is 20. febrúar 2008, vefslóð: http://althingi.
sudabot.com/viewtopic.php?f=8&t=2872, skoðað 28. október 2012.
Jón KaRL HeLGason