Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 94
94
Bakjarlar menningarlegs minnis
„Við getum byrjað á athugasemd: í nærri því tvö þúsund ár hefur einn
samfélagshópur, rómversk-kaþólska kirkjan, viðurkennt vissa einstaklinga
sem dýrlinga. Rannsókn á þessum einstaklingum er líkleg til að segja
okkur eitthvað um hópinn sem valdi þá.“46 Á þessum orðum hefur belgíski
félagsfræðingurinn Pierre Delooz félagslega greiningu sína á helgifestu
kaþólskra dýrlinga. Hann beinir meðal annars athygli að því hverjir hafi
getað eða mátt taka tiltekinn einstakling í dýrlingatölu á ólíkum tímum
sögunnar. Umræða hans gefur vísbendingu um það hlutverk sem bak-
jarlar menningarlegs minnis gegna við mótun bæði sýnilegra og ósýnilegra
trúarbragða innan samfélagsins. Eins og fram kom í inngangi er hugtakið
bakjarl fengið frá André Lefevere en hann skilgreinir það sem „þau öfl
(einstaklinga, stofnanir) sem ýta undir eða standa í vegi fyrir ritun, lestri
og endurritun bókmennta“.47 Hér á eftir er það notað um þau öfl sem ýta
undir eða standa í vegi fyrir ræktun menningarlegra minninga um tiltekna
einstaklinga eða atburði.
Delooz bendir á að þótt helgifesta trúarlegra dýrlinga hafi á síðari
öldum lotið fastmótuðum reglum, með skýrri verkaskiptingu ólíkra stofn-
ana og stjórnstiga kirkjunnar, þá tók margar aldir að þróa hefðina. Fyrstu
aldirnar var dýrlingadýrkunin að mestu staðbundin og snerist einkum um
einstaklinga sem höfðu mátt líða píslarvætti vegna trúar sinnar á Krist.
Í sumum tilvikum gat átrúnaðurinn breiðst út til stærri svæða en þess voru
einnig fjölmörg dæmi að hann fjaraði út. Framan af kom það jafnan í hlut
næsta biskups að gefa samþykki fyrir því að einhver væri tekinn í heilagra
manna tölu en það fól meðal annars í sér að reist var kapella yfir gröf við-
komandi eða að líkamsleifar hans voru fluttar til varðveislu í kirkju. Það
var ekki fyrr en á miðöldum að páfinn fór að hafa bein afskipti af þessu ferli
og ekki fyrr en á nýöld að páfastóll varð óumdeilanlegt yfirvald í þessum
efnum. Delooz telur að þrjú ártöl skipti máli í þessu sambandi:
993 Páfinn hóf að viðurkenna opinberlega dýrlinga, án þess að
reyna að koma í veg fyrir helgifestu nýrra dýrlinga meðal ein-
stakra safnaða.
46 Pierre Delooz, „Towards a sociological study of canonized sainthood in the
Catholic Church“, Saints and their Cults. Studies in Religious Sociology, Folklore and
History, ritstj. Stephen Wilson, Cambridge: Cambridge University Press, 1983,
bls. 189–216, hér bls. 189.
47 André Lefevere, „Why Waste Our Time on Rewrites?“, bls. 227.
Jón KaRL HeLGason