Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 95
95
1234 Páfastóll áskildi sér einum rétt til að taka einstaklinga í heil-
agra manna tölu, án þess að geta komið fyllilega í veg fyrir
helgifestu með gamla laginu.
1634 Þær fastmótuðu reglur um helgifestu, sem eru að mestu leyti
ríkjandi enn, tóku gildi.
Delooz notar ekki hugtakið bakjarl í tengslum við dýrlingadýrkun heldur
segir einfaldlega að helgifesta einstakra dýrlinga hafi byggst á félagslegum
þrýstingi. Fram til ársins 993 var yfirleitt nóg að slíkur þrýstingur kæmi
frá afmörkuðum hópi fólks, til að mynda munkum í tilteknu klaustri, og
væri tiltölulega óformlegur eða alþýðlegur. Vaxandi viðnám biskupsstóla
og síðar páfastóls gegn því að tilteknir einstaklingar fengju blessun kallaði
á virkara og betra skipulag einstakra þrýstihópa og ýtti, að mati Delooz,
undir stofnun nýrra trúarreglna: „Siðferðilegt orðspor og fjárhagslegur
grundvöllur, þekking á lögum og reglum kirkjunnar og úthald í meira en
einn mannsaldur urðu hér mikilvægir þættir.“48 Þegar frá leið urðu trúar-
reglurnar líka hluti þess félagslega þrýstings sem gat beinst gegn helgifestu
einstaklings sem aðrir bakjarlar höfðu sett á oddinn. Slík átök, sem snerust
að sjálfsögðu einnig um margt annað, til að mynda ólíkar túlkanir á ritn-
ingunni, lögðu grunn að því félagslega skipulagi kaþólsku kirkjunnar sem
enn er ríkjandi.
Þeir hópar sem borið hafa ábyrgð á helgifestu einstakra dýrlinga eru, í
ljósi þessarar sögu, ólíkir að stærð og vægi, eins og Delooz vekur athygli
á: „Félagslegt mikilvægi staðbundinnar helgifestu sem á upptök sín í
fámennu dreifbýli er ekki það sama og páfalegrar helgifestu sem á sér stað
í kjölfarið á fimmtíu ára ferli og eftir þrýsting fjölþjóðlegrar trúarreglu.“49
Hann telur táknrænt að eftir að páfastóll skipaði sig æðsta yfirvald í þessum
efnum árið 1234 hafa stofnendur trúarreglna verið áberandi í hópi nýrra
dýrlinga. Það er ekki þar með sagt að félagslegur þrýstingur úr grasrótinni
hafi horfið eða sé í öllum tilvikum árangurslaus. Delooz bendir raunar á að
stundum geti það sem hann kallar ómeðvitaðan félagslegan þrýsting haft
sitt að segja á þessu sviði. Þannig vill hann skýra aukinn fjölda kvenna sem
páfastóll hefur viðurkennt sem dýrlinga á tuttugustu öld í ljósi kvenrétt-
indabaráttunnar.
Síðastnefnda dæmið minnir á að ósýnileg trúarbrögð í samfélaginu
48 Pierre Delooz, „Towards a sociological study of canonized sainthood in the
Catholic Church“, bls. 199.
49 Sama rit, bls. 189.
STÓRI ÓDAUðLEIKINN