Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 97
97
Umfjöllun Delooz gefur vísbendingu um það hvernig menningar-
legt minni mótast af starfsemi ólíkra bakjarla á ólíkum sviðum sam-
félagsins. Þegar kemur að ódauðlegum einstaklingum virðist ástandið á
Vesturlöndum síðustu aldirnar samsvara því ástandi sem ríkti innan kaþ-
ólsku kirkjunnar milli 993 og 1234. Ýmsir aðilar hafa haft svigrúm til að
skapa opinber minningarmörk um margháttaða einstaklinga. Bakjarlarnir
geta verið frjáls félagasamtök, fyrirtæki, stjórnmálaflokkar, stéttarfélög,
trúarlegra söfnuðir, sveitarstjórnir og opinberar stofnanir. Það er þó ekki
þar með sagt að hver sem er geti óáreittur sett hvern sem er á stall. Dæmin
af Marat og tíu þúsund króna seðlinum íslenska minna á að hinn félagslegi
þrýstingur getur einnig beinst gegn helgifestu tiltekins einstaklings eða
þeim leiðum sem farnar eru í því augnamiði. Vel heppnuð verkefni á þessu
sviði byggjast, sem fyrr, á góðu skipulagi og því að nægur félagslegur og
fjárhagslegur stuðningur fáist til framkvæmda.
Í þessu sambandi má geta þess að þegar jörðin Hraun í Öxnadal var
keypt árið 2003 í þeim tilgangi að koma þar á fót menningarsetri voru
íslenskir sparisjóðir meirihlutaeigendur í hlutafélaginu um kaupin en
meðal annarra hluthafa í fæðingarstað Jónasar voru Hörgárbyggð og
Menningarsjóður KEA.52 Nauðsynlegar endurbætur á bæjarhúsunum
voru jafnframt styrktar af Menningarsjóði sparisjóðanna. Í frétt sem birtist
á vef Sambands sparisjóða kom fram að á Hrauni yrðu settar upp merk-
ingar „sem undirstrika þátt sparisjóðanna í verkefninu“.53 Það hefur þó
jafnan verið kynnt út á við undir nafni menningarfélagsins, frumkvæðið að
því kom frá fólki í héraði en þegar leið að 200 ára afmæli Jónasar bættist
umhverfisráðuneytið í hóp bakjarla.
Haustið 2012 voru reyndar vissar blikur á lofti í rekstri menningar-
félagsins Hrauns í Öxnadal en þá kom fram í fréttum að Menningarsjóður
sparisjóðanna, sem væri kominn í eigu Íslandsbanka, hefði ekki lagt neitt
til félagsins frá hruni íslenska bankakerfisins:
og nema rekstrarskuldir félagsins, ásamt vöxtum og vaxtavöxtum,
um 30 milljónum. Félagið á í viðræðum við Íslandsbanka um upp-
gjör skuldarinnar og hefur boðið bankanum um 12–20 hektara af
landi Hrauns sem greiðslu upp í skuldina en þar hefur verið skipu-
52 „Velheppnuð Fífilbrekkuhátíð“, Minjasafnið á Akureyri, vefslóð: http://www.minja-
safnid.is/?m=news&f=viewItem&id=47, skoðað 15. október 2012.
53 „Hraun í Öxnadal“, Sparisjóðirnir. Samband íslenskra sparisjóða, vefslóð: http://www.
sparisjodirnir.is/category.aspx?catID=34, skoðað 3. október 2012.
STÓRI ÓDAUðLEIKINN