Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 99
99
Seðlabanka Íslands á nýjum tíu þúsund króna seðli með mynd af Jónasi
Hallgrímssyni vakti á árinu 2012. Jafnframt hefur verið hugað að starfsemi
annarra bakjarla minningarinnar um Jónas, þar á meðal menningarfélags-
ins Hrauns í Öxnadal. Með vísan í orðaforða kaþólsku kirkjunnar mætti
líkja félaginu við trúarreglu sem hefur á liðnum árum breytt fæðingarstað
skáldsins í klaustur (fræðimannsíbúð), helgiskrín (sýning) og pílagrímastað
(friðaður fólkvangur). Þá fylgdi félagið fordæmi Gídeonfélagsins árið 2007
þegar það dreifði ævisögu Jónasar til eins árgangs íslenskra skólabarna. Að
verkefnum félagsins hafa ólíkir aðilar – einstaklingar, fjármálastofnanir,
sveitastjórn og ráðuneyti – komið í sameiningu. Starfsemin hófst í kjölfar-
ið á þeim tímamótum sem urðu árið 1996 þegar mennta- og menningar-
málaráðuneytið gerði Jónas að opinberum verndardýrlingi tungumálsins.
Tíu þúsund króna seðill með helgimynd Jónasar virðist vera óræðara og
umdeildara minningarmark en bæði Hraun í Öxnadal og Dagur íslenskrar
tungu. Ástæðan kann að vera sú að andlit skáldsins á framhlið seðilsins
vegur þar salt á milli þess að vera táknmynd (tilvísun til tiltekinnar afstöðu
til náttúru, tungu og þjóðernisins) og táknmið (trygging fyrir gildi þeirra
hvikulu verðmæta sem íslenskir seðlar og mynt eru tákn fyrir).55 En hér
virðist líka skipta máli hver slær eign sinni á þjóðardýrlinginn og hag-
nýtir sér hann í samtímanum. Tryggvi Gíslason sér ekkert athugavert við
það að menningarfélagið Hraun í Öxnadal haldi minningu Jónasar á lofti
með fjárhagslegum stuðningi íslenskra sparisjóða. Hann telur aftur á móti
fráleitt að Seðlabankinn hasli sér völl sem bakjarl á þessum vettvangi og
tengi ímynd íslenska þjóðardýrlingins með áþreifanlegum hætti við hinn
kapítalíska veruleika.
Athugasemdin sem þeir Tryggvi og Hannes Pétursson gera við val
Seðlabankans á lóu sem myndefni á seðlinum snýst að einhverju marki
um ólíkt bókmenntamat, eins og áður var vikið að, en það má einnig velta
fyrir sér hvaða minningu hvor fugl um sig, lóan og þrösturinn, muni vekja
í huga okkar sem handfjötlum tíu þúsund krónurnar í framtíðinni. Í grein
sinni vitnaði Tryggvi til lokaorða sonnettunnar „Ég bið að heilsa“: „Þröstur
minn góður, það er stúlkan mín.“ Þar er vissulega sleginn annar og bjart-
ari tónn en í „Heylóarvísu“ sem endar svo: „alla étið hafði þá / hrafn fyrir
hálfri stundu!“56
55 Sjá enn fremur Jón Karl Helgason, „Móðgunin við alnáttúruna. Um eftirtekjur
Kjarvals“, Lesbók Morgunblaðsins 9. apríl 2005, bls. 8–9.
56 Jónas Hallgrímsson, Ljóð og lausamál, ritstj. Haukur Hannesson, Sveinn Yngvi
Egilsson, Páll Valsson, 1. bindi, Reykjavík: Svart á hvítu, 1989, bls. 70.
STÓRI ÓDAUðLEIKINN