Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 100
100
Ú T D R Á T T U R
Stóri ódauðleikinn
Minningarmörk, borgaraleg trúarbrögð og bakjarlar menningarlegs minnis
Í greininni er fjallað um kenningar Jans og Aleidu Assmann um menningarlegt minni
og athyglinni beint að þremur þáttum þess, þ.e. minningarmörkum, tengslum þeirra
við ósýnileg og borgaraleg trúarbrögð og loks bakjörlum (e. patrons) menningarlegs
minnis. Þessum hugtökum er jafnframt beitt við greiningu á umræðum um tiltekin
minningarmörk sem tengjast Jónasi Hallgrímssyni, þar á meðal tíu þúsund króna
seðli með mynd af skáldinu, þeirri starfsemi sem menningarfélagið Hraun í Öxnadal
stendur fyrir á fæðingarstað Jónasar og loks hugmynd þingmanna um prófessors-
embætti Jónasar Hallgrímssonar við Háskóla Íslands.
Lykilorð: þjóðardýrlingar, Jónas Hallgrímsson, menningarlegt minni, borgaraleg
trúarbrögð
A B S T R A C T
Great Immortality
Figures of memory, civil religion and patrons of cultural memory
The article deals with Jan and Aleida Assmann’s ideas regarding cultural memory.
Three aspects of cultural memory are discussed in particular, i.e. figures of memory,
their relation to invisible and civil religions and finally the role played by patrons
or postulators of cultural memory. These concepts are explained with reference to
a few figures of memory referring to the Romantic poet Jónas Hallgrímsson. These
include a bank note featuring his image, a cultural centre operating at the farm
Hraun in Öxnadalur in Northern Iceland, where the poet was born, and finally
recent ideas of a group of MPs to establish a Jónas Hallgrímsson chair at the Uni-
versity of Iceland.
Keywords: cultural saints, Jónas Hallgrímsson, cultural memory, civil religion
Jón KaRL HeLGason