Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 101
101
Vísnabókin Negrastrákarnir var gefin út árið 1922 og var hún myndskreytt
af listamanninum Muggi (Guðmundur Thorsteinsson 1891–1924).1 Síðan
þá hafa vísurnar verið sungnar margsinnis inn á íslenskar hljómplötur, end-
urbirtar í ólíkum bókum og til skamms tíma var vinsælt að börn færu með
þær á jólaskemmtunum í grunnskólum. Þegar Negrastrákar Muggs voru
enn og aftur endurútgefnir árið 2007 upphófst fjölmiðlafár þar sem háðar
voru harðvítugar deilur um bókina og endurútgáfu hennar.2 Bloggheimar
voru undirlagðir, það var fjallað um hana í útvarpsþáttum og í sjónvarpi, í
fjölskylduboðum, vinahópum og í leikskólum. Fram komu ólíkar skoðanir,
ýmist með eða á móti endurútgáfunni, eftir því hvort fólk taldi bókina vera
yfirfulla af kynþáttafordómum eða ekki.
Þegar bókin er sett í sögulegt samhengi er ljóst að hún er sprottin úr
jarðvegi kynþáttafordóma sem þóttu sjálfsagðir í upphafi 20. aldar í Evrópu
og Norður-Ameríku og skýrðu fjölbreytileika mannkyns og tengsl milli
ákveðinna félagslega skilgreindra hópa.3 Vísurnar um Negrastrákana eru
bandarískar að uppruna og telja sumir að þær séu stæling frá árinu 1864 á
eldri útgáfu af vísunum sem fjölluðu um tíu litla indíána.4 Vísurnar gengu
oftast undir nafninu Ten Little Niggers, sem endurspeglar tengingu þeirra
1 Guðmundur Thorsteinsson [texti Gunnar Egilson], Negrastrákarnir, án st.: án útg.
1922.
2 Guðmundur Thorsteinsson [texti Gunnar Egilson], Negrastrákarnir, Reykjavík:
Skrudda, 2007.
3 Michael Pickering, Stereotyping: The Politics of Representation, Hampshire: Palgrave,
2001, bls. 125.
4 Jan Nederveen Pietersen, White on Black: Images of Africa and Blacks in Western
Popular Culture, New Haven og London: Yale University Press, 1992, bls. 167.
Ritið 1/2013, bls. 101–124
Kristín Loftsdóttir
Endurútgáfa Negrastrákanna
Söguleg sérstaða Íslands, þjóðernishyggja
og kynþáttafordómar